Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1915, Side 47

Eimreiðin - 01.09.1915, Side 47
203 þjóðarinnar, heldur öllu fremur vegna þess, að fólk hefir oft ekki mikinn áhuga á atkvæðagreiðslum, og ,búast mátti við, að and- banningar myndu starfa af kappi. Dagur sá, er mál þetta var til umræðu í Stórstúkunni, veit ég að muni öllum þeim, er þar voru, vera öldungis ógleymanlegur. Ég veit, að ég mun minn- ast þess dags, svo lengi sem ég lifi. Ég hefi aldrei, og mun aldrei, finna eins mikinn lifandi áhuga og eldmóð lýsa sér í orð- um manna og gjörðum og þá. Pað var auðfundið, að alt það, er getur vakið krit meðal manna, alt smátt og daglegt strit, var 53. Séra Árni Jónsson. 54. Séra Magnús Andrésson. horfið; það var aðeins eitt': starfa fyrir málið — starfa af alefli, starfa til hins síöasta. Fjöldamargir af þeim, er voru þar, gerðu heitstrengingar. Jóhann Jóhannesson kaupmaður lofaði, að gefa 500 kr. til útbreiðslusjóðs, Lúðvíg Möller, að ferðast til reglu- boðunar um Eyjafjarðarsýslu endurgjaldslaust, Guðm. Éorbjörns- son, að ferðast um Skaftafellssýslur, og Jón kaupmaður Éórðar- son um Rangárvallasýslu, auk fjöldamargra annarra heitstreng- inga. Gjafir bárust alstaðar að, en hæstur allra einstakra manna var Jóhann Jóhannesson með 500 kr.; sá næsti gaf 470 kr. Mýmargar tillögur voru samþyktar um starfið, þar á meðal, að Stórstúkan skyldi gefa >Templar« út næstu tvö ár. Éau ár var upplag blaðsins 3000 eintök, er að mestu var útbýtt ókeypis-

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.