Eimreiðin - 01.09.1915, Qupperneq 51
207
Kristjánssyni, séra Eggert Pálssyni, séra Siguröi Gunnarssyni og
Stefáni Stefánssyni í Fagraskógi. Biörn Jónsson talaði rækilega
og snjalt fyrir frumvarpinu, með þeirri mælsku og þunga, er
honum var lagin. Var sett sjö manna nefnd í málið, og var
Björn Jónsson einn þeirra. En er hann varð ráðherra, þá gekk
hann samkvæmt þingreglum úr nefndinni, og í hans stað var
kosinn séra Björn Porláksson, er varð aðalmaður nefndarinnar og
framsögumaður meirihlutans. í nefndinni sátu, auk hans, Björn
kaupmaður Kristjánsson, séra Sigurður Gunnarsson, prófastur í
Stykkishólmi, og Stefán Stefánsson í Fagraskógi, og hafa þeir
59. Séra Björn f’orláksson.
58. Bjöm Jónsson.
allir jafnan stutt bindindismálið, í hverri mynd, er verið hefir
Peir mynduðu meirihluta nefndarinnar, og lögðu til, að frumvarp-
ið væri samþykt með nokkrum breytingum. Fimti maðurinn var
dr. Jón Porkelsson, landsskjalavörður; fór hann einn sína leið, og
vildi láta samþykkja frumvarpið með míklum breytingum og við-
aukum, er templarar töldu óhafandi, enda hafði hann heldur ekki
hqpni með tillögur sínar í deildinni. Hinir nefndarmennirnir voru
þeir nafnarnir Jónar Jónssynir frá Múla og frá Hvanná, er báðir
vildu fella frumvarpið, og hafði Jón frá Múla orð fyrir þeim í
deildinni. En hann mun þá hafa verið skarpastur og mælskastur
alls þingheims, er hann vildi beita því. Var hann mest á móti
lögunum fyrir þá sök, að þau mundu verða svo mjög brotin.
Eg átti síðar tal við hann um þau, og sagði hann þá meðal ann-
ars: »Reynist lögin vel, þá eru það beztu lögin, er ísland hefir
14'