Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1915, Qupperneq 53

Eimreiðin - 01.09.1915, Qupperneq 53
209 þeim, er engir vissu, hvar stæði í málinu, hafði látið það alveg afskiftalaust; en hinsvegar var hann aðalmaður að því, að fá bannaða vínsölu á strandferðaskipunum. Nú voru lögin samþykt, en orustan um þau var samt ekki á enda kljáð; hún komst aðeins á annan vettvang. Andbanningar höfðu látið málið, að kalla má, með öllu afskiftalaust, og vökn- uðu víst fyrst til starfa, er bannlögin voru samþykt. En þá vöknuðu þeir, bæði innan lands og utan, og ýms félög, þar á meðal Félag íslenzkra kaupmanna í Khöfn, er sendi menn á konungs fund, og báðu um, að lögin yrðu ekki staðfest. En sú för var árangurslaus. Er það, að ég hygg, eins dæmi í sögu ís- lands, að reynt sé að koma því til ieiðar af Islendinga hálfu, að konungsvaldið synji staðfestingar lögum frá alþingi. Er óskandi og vonandi. að slíkt hendi aldrei oftar, hvaða lög sem hlut eiga að máli. ?ví við Islendingar verðum fyrst og fremst að halda því fram í ræðu og ritum, orðum og gjörðum, að alþingi vort eigi að ráða, undir hvaða lögum við eigum að búa. Afgreiði það vitlaus lög, þá eiga íslendingar sjálfir við þau að búa, og þéir sjá það fyr eða síðar, að lögin eiga ekki að vera til, og af- nema þau eða breyta þeim til batnaðar. Franska stjórnin gerði og tilraun til þess, að fá lögunum synjað staðfestingar, en þáver- andi utanríkisráðherra Dana félst ekki á kröfur þeirra, heldur þvert á móti studdi að framgangi laganna, og þakkaði Björn Jónsson ráðherra honum að miklu leyti framgang þeirra. En Björn Jónsson var einbeittur með lögunum, og þrátt fyrir mót- spyrnu úr ýmsum áttum, voru lögin staðfest; hjálpaði þar mest, að konungur vor, Friðrik VIII, var bannmaður, og staðfesti lögin með þeim ummælum, að sér væri ánægja að staðfesta slík lög fyrir Danmörku, ef ríkisþingið vildi samþykkja þau. Björn Jónsson starfaði mjög mikið þessi ár fyrir bannmálið, og áttu templarar á bak að sjá einum sinna beztu manna, er hann féll frá. Alla tíð frá stofnun Reglunnar hefir, auk regluboðunar, verið gefið út talsvert mikið af allskonar bindindisflugritum, og eru mörg þeirra vel rituð. Af höfundum þeirra má nefna Guðm. Björnsson, Harald Níelsson, Árna Jóhannsson bankaritara, Stein- grím lækni Matthíasson, Bjarna Jónsson ritstjóra og síðast, en ekki sízt, séra Olaf Olafsson, fríkirkjuprest, er haldið hefir fjölda fyrirlestra um bindindismálið. En hann hefir um mörg ár verið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.