Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1915, Page 60

Eimreiðin - 01.09.1915, Page 60
2IÖ sinna. Peir skilja betur þýðingu félagsskapar í heild sinni, og eru því félagsfúsari og lausari við þann útúrboringsskap, er hefir einkent oss Islendinga, þar sem hver vill helzt aðeins hugsa um sjálfan sig. Reglan hefir án efa óbeinlínis stutt afarmikið að því, hve samvinnufélagsskapurinn hefir blómgast á Islandi síðustu árin, enda margir af þeim félögum gamlir með- limir Reglunnar. Hið fjórða, er ég vil nefna, er bróðurandi og kærleiks- andi Reglunnar. Pó honum hafi nú oft og einatt verið afar- mikið ábótavant, þá er það efalítið, að samúðin er þar jafnaðar- lega meiri. Ég held, að þetta sé orsök þess, að Reglan víðs- 67. Guðriín Hermannsdóttir. vegar hefir sett á fót styrktar- og sjúkrasjóði og lífsábyrgðar- félög innan vébanda sinna. Og þó að það hafi ekki enn þá náð framgangi á Islandi, þá hefir það verið þar við og við á dagskrá síðan 1901, er því fyrst var hreyft. Til kærleiksstarfsemi templara má ennfremur telja sjúkrasjóð- ina, er ég gat fyr, og hið fimta matargjafirnar í Rvík, er ég hefi áður getið. Hið sétta, er telja má, er barnastúkustarfið. Pó því sé ábótavant að mörgu, þá er enginn efi á, að mörg börn hafa uppalist á þann hátt í góðum siðum að fleiru en því, er að á- fengi lýtur. Og barnauppeldið er, þegar að öllu er gætt, máske stærsta mál hverrar þjóðar. Fyrirkomulaginu þarf, að ég hygg, að breyta ofurlítið, enda er nú nefnd á rökstólum um það efni. Margir menn hafa lagt á sig alvég ótrúlega mikið starf í þágu 66. Margrét Magnúsdóttir.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.