Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1915, Page 61

Eimreiðin - 01.09.1915, Page 61
217 barnanna, og 'það alveg endurgjaldslaust á allan hátt. Má þar ekki sízt telja Aðalbjörn Stefánsson prentara, Sigurjón Jónsson málara, Porvald Guðmundsson afgreiðslumann og Lilju Krist- jánsdóttur (Akureyri), auk yfirmanna þeirrar deildar. Hið sjöunda eru húsabyggingar Reglunnar. Undir eins fyrstu árin var tekið að byggja fundarhúsin. Arið 1906 reistu templarar á Akureyri sér fundarhús, er kostaði um 25000 kr., og templarar á Isafirði reistu þar fundarhús, er kostaði 20000 kr. í flestum sveitum, er Reglan hefir starfað í, hefir hún bygt sér fundarhús, og víðast hvar eru þetta einu samkomuhúsin, eða þá þau beztu, og hafa meira eða minna verið notuð í þarfir hlutað- 68. Eugenía Nielsen. 69. Kristjana Pétursdóttir. eigandi sveitar- eða bæjarfélaga. Af þeim hafa allir haft hagnað; þau hafa verið þinghús, barnaskólahús, danssalir, eða hvað ann- að, er þurft hefir. Víða hafa stúkurnar lagst niður, en oft hefir þá sveitarfélagið eignast húsin, og þá vanalega fyrir lítið eða ekkert verð. Stúkan var dauð og Stórstúkan langt í burtu suður í Rvík, svo vitanlega varð tapið Reglunnar. En sveitarfélagið — þjóðfélagið græddi. Og á þessum árum, þegar landið tekur í öllum efnum stórfeldum framförum, þá hafa þessi hús oft að góðu liði komið. En því miður hefir Reglan ekki haft bolmagn til þess, eins og t. d. í Svíþjóð, að hafa sjálfstæðan sparisjóð, og geta sjálf veitt lán til húsbygginganna, svo yfirráðin yfir byggingunni væru altaf viss. En þó svo hafi ekki verið, þá hefir hagnaðurinn verið mikill af byggingun- um.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.