Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1915, Side 62

Eimreiðin - 01.09.1915, Side 62
2l8 Hið áttunda eru lestrarfélög, er Reglan hefir víðsvegar gengist fyrir að væru stofnuð, annaðhvort fyrir alla, utan Reglu og innan, í sveitinni (svo hefir það oftast verið), eða þá fyrir templara einvörðungu. Hið níunda, sem nefna má, er, að templarar í Rvík árið 1906 keyptu »Hótel ísland«, er þeir tóku við 1. jan. 1907. Pó að þetta fyrirtæki hafi orðið alt annað en féþúfa fyrir templara, þá er enginn efi á því, að það studdi þá mjög í bindindisstarf- semi þeirra, og jók álit þeirra. Og kunnugt er bæði mér og öðrum, að til eru þeir menn í Rvík, sem hættu að drekka, er þeir mistu »stofnknæpuna« sína. Og drykkjuskapur sjó- 70. Halldóra Hinriksdóttir. 71. Aðalbjörn Stefánsson. manna og ferðamanna um lokin hefir ekki verið jafnmikill síðan. Að mörgum fleirum málum og í fleiru tilliti hefir Reglan stutt að viðgangi og heillum þjóðfélagsins, auk þess, að hún hefir breytt skoðun manna á drykkjuskapnum. Hún .hreyfði fyrst sparimerkjafyrirkomulaginu (1906), er síðar komst á við barnaskóla Rvíkur. Og fleiri málum hefir hún hrundið í framkvæmd, — auk skemtifélaga, er hafa starfað í skjóli hennar. Hvernig saga Reglunnar verður hin næstu 30 ár, eða hverju hún fer aðallega að starfa að, skal ég engu um spá eða leiða getur að. En víst er um það, að þeir, sem á komandi árum bera merki Reglunnar, verða að starfa af kappi, áhuga, festu og trú á málefni sínu, ef þeim á að

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.