Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1915, Síða 63

Eimreiðin - 01.09.1915, Síða 63
219 auðnast að hefja hátt merki Reglunnar og hugsjóna sinna. En það er rétt, er Guðm. Magnússon segir í einhverju fegursta herhvatarkvæði (Reglunnar), er ég hefi heyrt: »Sé takmark þitt hátt, þá er altaf örðug för, sé andi þinn styrkur, þá léttast stríðsins kjör. Sé merkið hreint, sem hátt og djarft þú ber, snýr hindrun sérhver aftur, er mætir þér.« Og templurum hefir tekist að bera hreint merki, aðflutn- ingsbannið, hátt og djarft fram til sóknar og sigurs. Og það, sem fyrst og fremst færði þeim sigurkranzinn, er það, sem felst í eftirfarandi vísuorðum í einum templarasöngnum, er Matthías Jochumsson hefir þýtt: »Hinn sterki guð vorn styður hag og styrkir vora menn « Pað er trúin á réttmæti málstaðar síns, trúin á sigur hins rétta, föst og einbeitt stefna að markinu og vernd guðs í upp- liæðum, er veitt hefir sigurinn. Milliliðir. Það hefir víða verið tekið fram, ekki sízt í kaupfélagsritum, að menn ættu að reyna að fækka öllum milliliðum sem mest, því þeir væru óþarfir. Notandi og framleiðandi ættu að standa í beinu við- skiftasambandi hver við annan, eftir reglunni: »kaupa að framleið- anda«, því þá yrðu kaupmennirnir óþarfir, og þá ekki síður umboðs- menn, sem kaupa og selja vörur fyrir kaupmenn og kaupfélög. En ég hefi aldrei getað fundið, að neinn hafi sýnt, hvernig téðum milli- liðum verður fækkað. Hvort þessi hugsun: að fækka milliliðum, sé rétt, efast ég um, enda er líka til önnur regla, sem virðist ryðja sér meir til rúms, og hún heitir: sskifting vinnunnar«.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.