Eimreiðin - 01.09.1915, Qupperneq 64
220
í bók sinni »Hestar og reiðmenn á íslandw heldur herra George
H. F. Schrader því fram, að milliliðurinn, kaupmaðurinn, hverfi smám-
saman úr sögunni, og álítur það vera rétt. En hann styðst þó varla
við eigin reynslu í þeim efnum, heldur virðist hallast að kenningum
annarra, sem um það hafa ritað. f’að er líka hægt að setja þessa
kenningu svo fram, að hún geti litið allvel út, en hvort hún er fram-
kvæmanleg, er nokkuð annað.
Herra Schrader segir, að stjórnin hafi sýnt, hvað þessi regla sé
happasæl, þegar hún leigði norskt gufuskip til að sækja vörur beint
til Ameríku. En í rauninni sannar þetta atvik mjög lítið, og millilið-
irnir fækka ekki neitt við það; því í stað kaupmannsins kemur hér
landstjórnin. En þó að landstjórnin hafi útvegað kornvörur til lands-
ins í þessu sérstaka tilfelli, þá er enganveginn sýnt, að hún geti ann-
ast alla verzluo landsins. En ef hún gerði það, þá gæti hún ekki
annast stjórnarstörfin; svo mundi hún og þurfa að afla sér nokkurrar
sérþekkingar um verzlunarefni, sem hún ekki hefir nú, og heldur ekki
er hægt að ætlast til, að hún hafi.
Sama verður og ofan á, þegar kaupfélög koma í stað kaup-
manna. Milliliðirnir fækka ekki við það, því í staðinn fyrir kaup-
manninn, sem á verzlunina, kemur kaupstjórinn, sem stjórnar verzl-
uninni fyrir kaupfélagið, og hann þarf að hafa kaup fyrir starf sitt.
Hér er aðeins sá munur, að þegar verzlunin græðir meira en það,
sem öllum kostnaði nemur við rekstur hennar, þá skiftist ágóðinn
milli þeirra, sem eiga verzlunina, í staðinn fyrir að ágóðinn lendir í
vasa kaupmannsins. En þegar aftur verzlunin ekki gefur neitt af sér,
eða ber sig alls ekki, þá lendir auðvitað tapið á þeim, sem eiga
verzlunina, sem annars mundi hafa lent á kaupmanninum. Milliliðirnir
fækka ekkert.
Þegar kaupfélög eru vel trygð með nægilegum höfuðstól og
góðu fyrirkomulagi, og þeim er vel stjórnað á allan hátt, þá eru þau,
ef til vill, beinlfnis haganlegri fyrir íbúa landsins en kaupmenn. Þó
ber ekki að gleyma því, að efnuð meðalstétt er styrkur hverju landi;
og það sýnir sig í öllum löndum, að duglegir kaupmenn geta þrifist
við hliðina á kaupfélögum, jafnvel þó þeir verði harðar úti með
skattgreiðslur o. fl. En eðlilega fækkar þeim að sama skapi sem
kaupfélögum fjölgar.
Eftir reglunni: að »kaupa að framleiðanda«, ættu nú kaupfélögin,
eða landsmenn, að kaupa iðnaðarvörur í verksmiðjunum, þar sem þær
eru framleiddar, kornvörur hjá bændum í Ameríku, Rússlandi og öðr-
um kornlöndum, kaffi hjá bændum í Brasilíu o. s. frv., til þess að
kaupa alt hjá fyrstu hendi. En þetta er óframkvæmanlegt.
Enskar verksmiðjur selja ekki minna en allmarga stranga af
hverri vefnaðartegund. Verksmiðjunar skifta vinnunni þannig milli
sin, að hver verksmiðja býr til aðeins mjög fáar tegundir, sumar
kannske aðeins eina. Það eru því aðeins stærstu verzlanir er-
lendis, sem geta keypt beint að enskum verksmiðjum, en engin
ein verzlun á íslandi er svo stór. Hér þarf því milliliðurinn að
koma til, stórkaupmaðurinn, sem kaupir af verksmiðjunum í stórum
stíl og selur kaupmönnum og kaupfélögum. Hann þarf að kaupa