Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1915, Page 71

Eimreiðin - 01.09.1915, Page 71
227 Oss er þörf á mörgum ritgerðum sh'kum um menning feðra vorra. f>að vita þeir bezt, er veita tilsögn í forníslenzku. Og ef til vill kunna þeir dr. V. G. lfka mestar þakkir fyrir fróðleik þann, er þeir nema af þessari rifgerð hans. SIGURÐUR GUÐMUNDSSON. HERMANN JÓNASSON: DULRÚNIR. Rvík 1914. Bókin ber þess ljósan vott, að höf. er óvenju næmur fyrir ýms- um þeim fyrirbrigðum, er eigi verða skynjuð með skilningarvitunum einum saman. En hún ber þess lfka vott, að höf. — eins og hann sjálfur segir — hefir forðast að lesa rit þau, er fram hafa komið um þessi efni á síðustu áratugum. Af því leiðir, að hann vart mun nægilega strangur á stundum gagnvart frásögnum sínum, eða nægilega fær um að meta gildi þeirra; og að hinu leytinu er það og bein af- leiðing af því, hve lítið hann hefir fylgst með á þessu sviði, að hann hættir sér út í röksemdafærslu og skýringar, sem oft er allfjarri sanni, þ. e. s. þeirri niðurstöðu, sem menn, er hafa um langa æfi lagt stund á slíkar rannsóknir, hafa komist að. Um mörg af þeim fyrirbrigðum, er höf. nefnir, hafa menn enn þá eigi komist að neinni niðurstöðu. Menn þekkja fyrirbrigðin sjálf, en eigi lögmál þau, er liggja til grundvallar. f>að yrði oflangt mál, að ætla sér að rekja alla bókina kafla fyrir kafla, til að benda á ósamræmi það, er ályktanir höf. eru í við þá, sem mest hafa afrekað á þessum dulrænu sviðum — án þess að vera fyrirfram trúaðir á anda — og gefa þeim sök á öllu slíku, bæði í svefni og vöku. Og tek ég því aðeins einstöku atriði. Flestir sálarfræðingar á vorum dögum halda því fram, að hug- ur manns sé eigi einþættur, heldur skiftist hann í vitund og undir- vitund Undirvitund mannsins er að mestu óþekt enn, en svo mikið hefir þó komið í ljós, að í henni búa ýms starfandi öfl, er gera vart við sig á ýmsan hátt. Og reynslan virðist benda í þá átt, að mörg hinna svonefndu dularfullu fyrirbrigða — þar á meðal kraftaverkin svonefndu — eigi rót sína og afltaug í undirvitund mannsins. Meðal annars er það, að undirvitundin á stundum getur séð, heyrt og fund- ið ýmislegt, sem skilningarvit vor ekki megna að skynja. Um svefninn segir höf. meðal annars, að draumar verði venju- lega markleysa, ef maður sé sokkinn niður í erfið viðfangsefni. En þess eru allmörg dæmi, að menn, sem í vökunni hafa verið að berj- ast við erfið umhugsunarefni, er þeir ekki hafa getað leyst, hafa fund- ið hina réttu ráðningu í svefni, — ekki fyrir vitranir frá látinna manna verum, heldur fyrir starfsemi undirvitundar þeirra sjálfra. sambandið sýnir ljóslega, á hér að standa: »En karlskyrtan var öðruvísi að gerð en kvennskyrtan, sérstaklega ekki eins flegin.« Og svo stóð líka í handritinu. Vér grípum tækifærið til að leiðrétta aðra meinlega prentvillu í sömu ritgerð (bls. 67 og 81). t>ar stendur, að Rómverjar hafi kallað stuttbrækurnar femoralia, en það á að vera feminalia (af fetnen ■=. femur — lær). RITSTJ.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.