Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1915, Qupperneq 73

Eimreiðin - 01.09.1915, Qupperneq 73
229 vert, að alþýða manna læsi það með athygli, þvl það kemur heim við reynslu þá, er geðveikralæknar margir hafa á því sviði, nefnilega, að oft — margoft — megi lækna þessháttar að meira eða minna leyti með skynsamlegri og viðeigandi umgengni. Yfirleitt er höf. helzti fljótur að skýra fyrirbrigði þau, er hann hefir orðið var við. Vil ég t. d. benda á þá tilgátu hans í kaflanum um ratvísi, að sálin hlaupi á undan langar leiðir og seiði eða teymi skrokkinn á eftir með orkustraumum, eða segulböndum. Væri þetta svo, hlytu dýrin líka áð hafa samskonar sál og mannssálin er; það getur meir en verið að svo sé, því eins og alkunnugt er, standa þau mönnunum miklu framar að ratvísi. Fyrsta skýring höf. á ratvísi sinni í æsku — einskonar alsýnismynd í huganum — virðist benda á, að hann á unga aldri hafi verið gæddur líkri ratgáfu og dýr hafa. Slíks eru dæmi. Annars er það eitt af þeim viðfangsefnum, sem enn eru óleyst, hvernig hugmyndir dýra séu um rúmið. En þess eru mörg dæmi, að skepnur geta frá alls ókunnum stað tekið sjónhendingu beint af augum þangað, er þau vilja komast, enda þótt leiðin sé þeim alls- endis ókunn. T'orv. Thóroddsen nefnir eitt dæmi í Ferðasögu sinni um ungan hest, er þeir félagar fundu í sjálfheldu i ótræðishrauni, — hafði ætlað að strjúka í átthaga sína í annan landsfjórðung frá nýjum eig- anda, og tekið stefnu yfir vegleysur beint af augum. Betur kann ég og við skýringu í’orv. Thóroddsens, heldur en skýringu höf., á hljóð- um þeim, sem alkunn eru á íslandi og náhljóð kallast, og öskri því eða drunum, sem oft skelfa menn heima. Hvorttveggja stafar frá loft- tegundum, er brjótast fram um þrengsli í jörðu. Pá. kemst höf. og inn á viðskilnað sálar og líkama, og fær þar ástæðu til að dylgja um helvítiskenningu, sem vel hefði mátt missa sig. Viðvíkjandi tilraunum höf. til að senda látnum manni skeyti um að birtast sofandi manni, vil ég benda á það eitt, að rannsóknir hafa leitt í ljós, að öllu auðveldara er að senda og móttaka hugskeyti í svefni en { vöku. En þá þarf sá, er skeytið sendir, að einsetja sér það, áður en hann sofnar. Eru því allar líkur til, að skeyti höf. hafi hitt hinn lifandi, sofandi mann, en hinn látni hafi fengið að hvíla í friði. Annars hættir mörgum, er við dulræn efni fást, til að fara líkt að og forfeður vorir. í'eir skildu eigi öfl þau og lög, er stjórnuðu fyrirbrigðum náttúrunnar, og hugsuðu sér því, að andlegar verur — guðir, hálfguðir o. s. frv. framkvæmdu öll fyrirbrigði náttúrunnar. Nú er þekking vor á þessum sviðum komin það á veg, að vér brosum að hugmyndum forfeðranna — köllum þær skáldskap. En nú er nýr fyrirbrigðaheimur að opnast fyrir augum vorum. Og hvað verður oss? I stað þess, að safna nægu efni, og doka við, þangað til augu vor opnast fyrir öflum þeim og lögum, er hin andlegu fyrirbrigði hlíta, vilja nú margir þvergirða fyrir allan skilning með því, að skipa flokk- um liðinna anda í stað goðafylkinga forfeðranna. Málið á bókinni er skemtilegt. Fyrirbrigðin, sem lýst er, margbreytt og einkennileg,— en mismunandi ábyggileg. Og því miður rýrir það mjög gildi þeirra, að þau — flest — eru ekki skrásett fyr en löngu eftir að þau gerðust. B. Bl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.