Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1919, Page 37

Eimreiðin - 01.07.1919, Page 37
eimreiðin’í VONDAFLJÓT 165 þjóðfélagsins. Það er hlutlaust aflleysið. Gott og ilt er ekki annað en stefnur. Hvert vor eftir þetta var isbólsturinn bræddur á sama hátt. Börnin léku sér áhyggjulaus á milli kvísla fljótsins þann dag, því það var þeim hátíðabrigði að sjá það koma í öllu sínu veldi ofan úr gilinu og á næsta augnabliki snúa dalnum upp í einn voldugan grænan dúk, ísaum- aðan óteljandi krystalsnúrum. Og undan áveitu fljótsins tífölduðust sumarafurðir engjanna, því frjósemd dalsins sló í æðum þess. Dagurinn, sem ísbólsturinn var bræddur í fyrsta sinn, færði sveitinni blessun, sem engan íbúa hennar hafði órað fyrir. Síðan eru liðnir margir mannsaldrar. þetta fyrsta verk- fræðisafrek herramannssonarins unga, lifir enn í fersku minni. En nafnið á fljótinu er breytt — allstaðar nema á landsuppdrættinum. Á vörum fólksins heitir það Góðafljót. Guðmundur Kamban. JEfintýr á gönguför. Eftir Káinn. Úr 50 centa glasinu eg fengið gat ei nóg, eg fleygði því á brautina — og þagði. Eg tók upp aðra pytlu og tappann úr ’henni dró, og tæmdi hana líka’ á augabragði. Mér sortnaði fyrir augum og sýndist komin nótt, í sál og líkam virtist þrotinn kraftur. Eg steyptist beint á hausinn og stóð upp aftur fljótt, og steyptist síðan beint á hausinn aftur.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.