Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1919, Síða 38

Eimreiðin - 01.07.1919, Síða 38
166 FRIÐUR [EIMREIÐIN Svo lá eg eins og skata, lengi fram á dag, það leit út sem mig enginn mundi finna. Eg hélt eg væri dauður og hefði fengið slag, og hefði kannske átt að drekka minna. Eg klóraði mig á lappir og kominn er eg hér, og Kölski gamli misti vænsta sauðinn. Og loksins hefir sannast á Lazarusi’ og mér, að lífið það er sterkara’ en dauðinn. [Höfundurinn beðinn velvirðingar, að pessi ágæti bragur er birtur hér eftir minni. Raö er svo lengi verið að skrifa til Ameríku og fá svar — og svo, veit hönd hvað heflr, en ekki að vita hvernig svarið hefði orðið. — Ritsti.] Friður? Nú sitja menn á friðarráðstefnu í Parísarborg, stærstu friðarráðstefnu sögunnar eftir stærsia ófriðarbál sögunnar. Fróðafriður á nú að renna upp, logn og kyrð að endur- næra veðurbarinn heim. Og þeir menn eru líklega til, sem hafa einhverja trú á þessu, og bíða með óþreyju »friðarins«. Hér norður á hjara veraldar er líka annar friður nýlega saminn, og vænta ýmsir sér mikils af honum fyrir þjóð vora. Það er stjórnmálafriðurinn við Dani, sem gekk í gildi 1. des. síðastliðinn. Skal nú sátt og eindrægni koma í stað kala og sundurþykkju, eins og vera ber um systkini, sem hvorugt er sett hjá. Blessaður friðurinn sýnist færast um allar jarðir. Rjóma- logn á láði og legi. Loks er nú öllu óhætt. Loks er íslenska þjóðin komin í höfn, islenskt þjóðerni verndað um erfiðar aldir, og loks borið fram til fulls sigurs á erfiðustu tímunum, þegar

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.