Eimreiðin - 01.05.1921, Blaðsíða 2
130
HESTAVÍSUR
]EIMREIÐIN
Að minsta kosti þekki eg þá hrifning, er hún vekur í
hópi slíkra drengja. Og eg trúi ekki öðru, en að einhver,
sem línur þessar les, kannist við eitthvað þess háttar.
Mér fanst síst óviðeigandi, að hefja þátt þennan með
stöku þessari, því efni hans er náskylt skilning þeim, er
eg Iegg í uppruna vísunnar.
Það eru hestavisurnar, eða sá þáttur alþýðuvísnanna,
sem helgaðar er hestinum og sambúðinni við hann, er
eg ætla að rifja hér upp að nokkuru. Og eg get fullvissað
3'kkur um það, áður en lengra er haldið, að það er langt
frá því að vera ómerkilegt efni.
Eins og ef til vill ýmsa rekur minni til, hefi eg nokk-
urum sinnum áður i erindum mínum um alþýðukveðskap,
minst á hestavísur. Sömuleiðis heíi eg og á þær drepið í
greinum, sem eg hefl birt í blöðum og tímaritum, um
sama efni. En eg hefi alla jafnan orðið að fara svo fljótt
yfir sögu vegna þess, að rekja varð að nokkuru efni al-
þýðuvísnanna yfir höfuð og benda á gildi þeirra. Þó mun
eg hafa frá því skýrt að hestavisurnar væri álitlegur flokk-
ur í alþýðuvísnasafninu og hann ekki sá lakasti.
Og það er einmitt það, sem eg ætla að rökstyðja að
nokkuru í þætti þessum.
Frá því sögur hófust í landi þessu, hafa íslendingar
haft miklar mætur á hestum sínum. Þegar á söguöld létu
fornmenn sér mjög ant um hesta sína. Sumir mætir menn
í heiðni höfðu átrúnað á hestunum og helguðu þá goð-
unum. Og kapp var mikið margra heldri manna í mill-
um, að eiga sem bezta og fegursta hesta. Höfðingjar
skiftust og á góðhestum til trausts og vinfengis og geta
sögurnar þess ekki ósjaldan, að hestar þeir, er afbragð
þóttu, vóru merkilegustu gjafirnar höfðingja í milli.
Og svo hefir það verið á öllum öldum, að hesturinn
hefir verið í hávegum hafður og meira virtur en önnur
húsdýr.
Þá hefir það og jafnan verið talið mönnum til prýði,
að vera hestamenn og ekki síður reiðmenn. Reiðmenskan
hefir verið ein af þjóðlegustu íþróttum einstaklinganna og