Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1921, Blaðsíða 2

Eimreiðin - 01.05.1921, Blaðsíða 2
130 HESTAVÍSUR ]EIMREIÐIN Að minsta kosti þekki eg þá hrifning, er hún vekur í hópi slíkra drengja. Og eg trúi ekki öðru, en að einhver, sem línur þessar les, kannist við eitthvað þess háttar. Mér fanst síst óviðeigandi, að hefja þátt þennan með stöku þessari, því efni hans er náskylt skilning þeim, er eg Iegg í uppruna vísunnar. Það eru hestavisurnar, eða sá þáttur alþýðuvísnanna, sem helgaðar er hestinum og sambúðinni við hann, er eg ætla að rifja hér upp að nokkuru. Og eg get fullvissað 3'kkur um það, áður en lengra er haldið, að það er langt frá því að vera ómerkilegt efni. Eins og ef til vill ýmsa rekur minni til, hefi eg nokk- urum sinnum áður i erindum mínum um alþýðukveðskap, minst á hestavísur. Sömuleiðis heíi eg og á þær drepið í greinum, sem eg hefl birt í blöðum og tímaritum, um sama efni. En eg hefi alla jafnan orðið að fara svo fljótt yfir sögu vegna þess, að rekja varð að nokkuru efni al- þýðuvísnanna yfir höfuð og benda á gildi þeirra. Þó mun eg hafa frá því skýrt að hestavisurnar væri álitlegur flokk- ur í alþýðuvísnasafninu og hann ekki sá lakasti. Og það er einmitt það, sem eg ætla að rökstyðja að nokkuru í þætti þessum. Frá því sögur hófust í landi þessu, hafa íslendingar haft miklar mætur á hestum sínum. Þegar á söguöld létu fornmenn sér mjög ant um hesta sína. Sumir mætir menn í heiðni höfðu átrúnað á hestunum og helguðu þá goð- unum. Og kapp var mikið margra heldri manna í mill- um, að eiga sem bezta og fegursta hesta. Höfðingjar skiftust og á góðhestum til trausts og vinfengis og geta sögurnar þess ekki ósjaldan, að hestar þeir, er afbragð þóttu, vóru merkilegustu gjafirnar höfðingja í milli. Og svo hefir það verið á öllum öldum, að hesturinn hefir verið í hávegum hafður og meira virtur en önnur húsdýr. Þá hefir það og jafnan verið talið mönnum til prýði, að vera hestamenn og ekki síður reiðmenn. Reiðmenskan hefir verið ein af þjóðlegustu íþróttum einstaklinganna og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.