Eimreiðin - 01.05.1921, Blaðsíða 33
EIMREIÐIN]
KIRKJAN OG SPÍRITISMINN
161
Sálarrannsóknirnar, eins og þeim er haldið fram af
brantryðjendum þeirra, visuðu mér leið út úr ógöngun-
um. Þær rufu skarð í járnvegg efnishyggjunnar, og út
um það skarð brauzt eg. Síðan eru liðin meira en þrjátíu
ár. Á þeim árum var mér alókunnugt um spiritismann.
Eg þekti aðeins fyrirbrigði, sem koma sjálfkrafa, og það
nokkuð af eigin reynslu. Sannanirnar, sero eg hafði feng-
ið, voru fremur fáar, en þær voru góðar. Þær voru ágæt
byrjun að frekari rannsóknum. Og er eg nú hélt áfram
þá leiðina, komst eg að þeirri niðurstöðu, að hinar gömlu
trúarskoðanir væru sannar í megin-atriðunum.
Sálarrannsóknirnar og spíritisminn veita oss nú á þess-
um tímum aragrúa af óyggjandi sönnunum. þessar sann-
anir geta allir hlotið, sem leita þeirra einlæglega. Með
hverjum deginum fjölgar hópur þeirra, sem sannfærst
hafa um það persónulega, að andaðir ástvinir lifi eftir
líkamsdauðann, og þótt þeir, er þá sannfæringu hafa, séu
nú í minni hluta, líður ekki á löngu, að þeir verði í
meiri hluta.
Pað virðist næsta vandalítið að skera úr því, hvað
kirkjan ætti nú að gera. Innan vébanda hennar er nú
orðið ekki nema lítið brot allrar þjóðarinnar, og þær
leifar minka nú óðum, og munu þær, ef þessu heldur
áfram, verða að engu orðnar áður en núlifandi kynslóð
er öll. Þetta ástand kirkjunnar er að kenna siðferðilegu
máttleysi og heimskulegri stjórnmálastefnu sjálfrar hennar.
En það er annað atriði í þessu vandamáli og það ekki
síður alvarlegt. Mannkynið tók forðum fúslega að mestu
leyti við inngangsatriðum trúarbragðanna sem áreiðanleg-
um, en nútíminn krefst þess, að þessi inngangsatriði sjálf
séu sönnuð.
Kirkjan ætti að taka við hinni nýju þekkingu með ein-
lægni og þakklæti. Suma vitrustu menn hennar virðist
langa til þess, en á meðal sumra, og það þeirra valda-
mestu, tórir enn sá drambsemisandi, sem falli er næstur,
og eg vil minna þessa öruggu klerka á sanna sögu, er
verða mætti þeim varnaðardæmi.
Að kveldi þess dags, sein Joachim Murat var handtek-
11