Eimreiðin - 01.05.1921, Blaðsíða 67
EIMREIÐINI
SONGVATREGI
195
erfitt og krefst snildar, böfum vér ánægju af því, og hún
er því óblandaðri, sem vér finnum meiri mátt i oss til að
leika það eftir sjáifir. En ef vér getum með engu móti
jafnazt á við framkvæmd verksins, vekur það hjá oss
ótta eða söknuð, og hann þvi meiri, sem vér erum fjær
þvi, að leika það eftir með líkama vorum.
Þannig gæti verið háttað um sönglistina. En eftir þessu
ættu t. d. söngvarar að vera lausir við þenna söknuð,
a. m. k. þegar um mannsraddar-sönglist er að ræða.
Hvort svo er, veit eg ekki, en býst þó varla við, að svo
sé; því að þótt rödd vor geti framleitt loftsveiflur þær,
sem lagið krefst, hefir allur líkami vor hneigð til að
sveiflast á sama hátt, sbr. það, að menn stíga eða slá
»taktinn« og rugga sér öllum samkvæmt fallandanum. En
líkaminn er ekki jafn-sveigjanlegur sem röddin, og þess
vegna nær hann að þessu leyti aldrei marki löngunar
sinnar, — og það veldur söngvatreganum.
Eg hygg ekki tilgátu þessa vera neina speki, og hún
fullnægir mér ekki. En einhverja slíka tilgátu verða menn
að aðhyllast, ef þeir vilja komast hjá þeirri ályktun, að
listirnar, einkum sönglistin, og nautn sú, sem þær veita
oss, bendi á tilvist æðri, dulinnar veraidar, sem hvili líkt
og endalaus útsær undir siglandi eyju lífs vors, og hafi
þar uppgönguaugu, sem er vor faðmvíðasti fögnuður og
vor sárasta þrá. —
Hin tilgátan er á þá leið, að söngvatreginn sé »1júfsár
minning um liðna æfi« í annarri veröldu — endurminning
um þann heim, sem sálir vorar eru frá komnar og eiga
sennilega að fara tii aftur. Og eg verð að játa, að mér
finst margt styðja þessa skoðun. Tónskáldin eru innblásin
— að sálum þeirra streyma »ómar af lögum og brot úr
brögum« frá huldum heimi, og þegar vér hrífumst af
verkum þeirra, vaknar sú tilfinning, sem mundi fylgja
endurminningunni um uppruna-heimkynni sálar vorrar —
Iogsár söknuður; en minningin sjálf kemst ekki upp fyrir
þröskuld vitundarinnar og liggur líklega neðar i sálinni
en svo, að unt sé að ná henni með nokkurum þeim ráð-