Eimreiðin - 01.05.1921, Blaðsíða 109
EIMREIÐIN]
RÓMANTÍK
237
Fichte reyndi allan sinn óvenjulega viljakraft og hugar-
orku á því, að fylla upp í glufuna í gagnrýni Kants og
ráða gátu hins þögula og óaðgengilega Ding an sich. Árang-
ur baráttunnar var Wissenschaftslehre Fichtes; þar er óvætt-
urinn ráðinn af dögum, — das Ding an sich er ekki leng-
ur til; það er aðeins einn hlutur til, og það er sjálfið;
alt annað — það sem við köllum veruleikann, heiminn —
á rót sína að rekja til sjálfsins. — Eðli sjálfsins er að
þroskast við viljaraunir, að starfa, — sjálfið verður þvi að
skapa ósjálf, sem hefir aðeins tilvist sem hindrun eða hamla
á birtingu sjálfsins; heimurinn er skapaður af sjálfinu og á
enga tilvist utan sjálfsins. — Fetta má samt sem áður
ekki skilja þannig, að hvert einstakt sjálf skapi sinn heim
vitandi vits og eftir geðþótta; — nei, heimurinn á tilvist
sína að þakka óendanlegu sjálfi, sem nær yfir alt, og líf
þess í okkur lætur okkur ósjálfrátt og óhjákvæmilega búa
til hugmyndina um heim fyrir utan okkur. þetta óendan-
lega sjálf er guð Fichtes.
Petta er i fáum orðum efnið í einingarkenningu (identi-
tetslære) Fichtes; samkvæmt henni er þá enginn munur á
hugsun og veruleika, — veruleikinn er ekki annað en hugs-
unarstarf.
Með kenningu Fichtes var fullnægt hinni rómantísku
kröfu um að koma allri þekkingu fyrir í einni setningu;
en einingin náðist með því, að ganga svo mjög á heil-
brigða skynsemi, að jafnvel fylgismönnum rómantísku
stefnunnar þótti nóg um; þessi veruleiki, sem var ekki
annað en hugsunarstarfsemi, sköpuð af sjálfinu sem sið-
ferðilegt þroskameðal, var of hugrænn og loftkendur.
Schelling fann til þessa og skapaði fyrir þá sök náltúru-
heimspeki sína. Schelling er sammála Fichte um einingar-
kenninguna; það er aðeins einn veruleiki til: hugsun og
náttúra, hugsjónaheimurinn og reynsluheimurinn er eitt
og hið sama. En þar sem Fichte byggir hið raunverulega
upp af hinu hugsjónarlega, náttúruna upp af hugsuninni,
fer Schelling öfuga leið í náttúruspekinni; í augun hans
verður náttúran eintómar hugmyndir, reynslusviðið verður
hugsjónasvið, heimurinn verður hugsun. Náttúran hefir