Eimreiðin - 01.05.1921, Blaðsíða 76
204
SYKURPLÖNTUR
[EIMREIÐIN
ardísinni aftur færðar fórnir. Svipað bátiðabald hefir jafn-
vel átt sér stað í Evrópu. Á Java eru allmikil hátíðahöld,
einkum á helstu sykurstöðvunum, þar sem fjöldi fólks er
að vinna.
Nokkurum dögum eftir hátíðahaldið byrjar uppskeran.
Reyrinn er skorinn með löngum hníf eða ljá rétt niður
við jörðu. Er það erfið vinna í hitabeltishitanum. Ýmsar
vélar hafa reyndar verið, en engin reynst vel, enda er
erfitt að beita vélum í svo háum og þéttum gróðri. Vinnu-
mennirnir safna reyrstöngunum saman og binda þær sam-
an í bindi og flytja þær að vögnunum. Fyrir vagnana er
beitt nautum, uxum, múlösnum o. fl. Stundum er reyrinn
fluttur á ösnum og múldýrum. Sumstaðar er flutt á breið-
botna bátum t. a. m. í bretsku Guiana og Sundarikjum.
Á öðrum stöðum (Queensland og víðar) hafa járnbrautir
verið gerðar og eimvagninn látinn draga sykurreyrsvagn-
ana af akrinum heim að sykurgerðarhúsinu.
Regar á verksmiðjuna er komið eru stráin marin milli
vinduása. Á þann hátt má ná mestu af sykrinu úr strá-
unum. Þó mun um þriðjungur sykurs verða eftir. Stráin
eru svo þurkuð og höfð til eldiviðar. Að vísu má ná öllu
sykrinu úr stráunum eða því sem næst, en eigi svarar
það ávalt kostnaði. Sykursafinn er gulgrænn að lit, þegar
búið er að merja stráin; er hann sætur á bragð og lyktar
vel. í honum eru tvenns konar óhreinindi. Önnur tegund
óhreinindanna gerir vökvann gruggugan. Pau óhreinindi
stafa frá rifnum vefjum í stráinu. Er sykursafinn síaður
til þess að losna við þau. Hin tegund óhreinindanna er
sömuleiðis ýms efni úr stráunum, lífræn og ólifræn, sem
eru sundurleyst í vökvanum. Til þess að losna við þessi
efni er vökvinn hitaður og kalki blandað í hann. Á þann
hátt má leysa hin umræddu efni úr samböndunum. Síðan
er siað hvað eftir annað. Sumir blanda kolsýru í vökv-
ann. Þegar hreinsun er lokið er sykurvökvinn dökkleitur
og sé ekkert gert frekar við hann verður sykrið dökt. En
með ýmsum efnum og aðferðum má fjarlægja dökka lit-
inn, og verður sykrið þá hvítt. Að síðustu er sykurvökv-
inn soðinn. Vatnið fer burt og eftir verður kristalsykur