Eimreiðin - 01.05.1921, Blaðsíða 35
EIMREIÐINJ
KIRKJAN OG SPÍRITISMINN
163
ur gaumur gefinn. Þótt ekki sé minst á meira en á afskifti
kirkjunnar af þjóðfélagsmálunum, þá hefir hið hræðilega
ranglæti hennar hrópað í himininn öldum saman, og
hrópar enn. Ef til vill munu hinir nýju vendir hennar
sópa megini þessa ranglætis brott. Gefum þeim tækifærið
til þess. Eg sný mér að öðrum efnum.
Spiritistar munu krefjast þess af kirkjunni, að hún pré-
diki og láti það koma fram í verkum sínum, að hún lelji
hið andlega aðalatriðið. Hún kann að missa fylgismenn
við það. Hún mun styggja hinn auðuga »kirkjumann«, er
gengur til altaris á páskadagsmorgun, en ver svo þvi sem
eftir er af þeim degi og öllum öðrum sunnudögum ársins
í heimskulegar skemtanir; er sóar þúsundum punda í bif-
reiðarnar sínar, en horfir i tuttugu krónur, er hann greiðir
i þarfir kirkjunnar. En að minni hyggju er skaðinn smár.
Kirkjan verður að krefjast þess, að bænastundirnar gangi
fyrir spilastundunum, og eins, að góður prédikari sé tal-
inn þarfari kirkjunni en sá, er stendur fyrir sóknardans-
leik. Satt er það, að það er afskaplega örðugt, að standa
gegn taumlausri léttúð þessarar hugsunarlausu aldar. Það
er einstaklingnum ofætlun, en sannri kirkju ætti ekki að
vera það ofvaxið. Enska biskupakirkjan verður að sið-
bæta sjálfa sig og þá getur hún siðbætt þjóðina. Hún má
ekki vera með nein undanbrögð, né aka seglum eftir vindi
lengur; hún verður að hleypa í sig móði og enn einu
sinni boða það erindi, sem henni var falið. Þótt orðalag-
ið í helgireglum hennar sé orðið úrelt, þá eru þó megin-
atriðin óbreytt. Maðurinn er andleg vera. Hann getur kos-
ið sér miklu æðri unað en stundlega gleði, eða þjáning,
sem er ægilegri nokkurri tímanlegri kvöl. Hann kynni að
geta eignast allan hinn skynjanlega heim, en yrði þó að
engu bættari; því að fyrir eigingirni sína mundi hann
glata sál sinni. Kennið þetla fyrst og fremst. Komið þið
þessu inn í sálir mannanna, þá mun hitt koma af sjálfu sér.
»Ecce iterum Crispinus!« Hér er mr. Magee1) aftur kom-
inn. Hann sé velkominn, því að hann mun varpa Ijósi
1) F.nskur klerkur aö nafni mr. Magee lielir verið að iita gegn spíritismanum.
Pýð.