Eimreiðin - 01.05.1921, Blaðsíða 5
IEIMREIÐIN
HESTAVÍSUR
133
Það segja kunnugir að vel hafi þetta verið riðið, og
góður hafi Eitill verið að renna vegalengd þessa á 3
stundum.
Þá var Grafar-Jón, sem kunnastur hefir orðið af Reyni-
staðar-líkamálum, orðlagður hestamaður og reiðmaður, og
léttfær þótti Himna-Bleikur hans vera.
Af Bleik segir Gísli Konráðsson þá sögu, að Jón hafi
eitt sinn sloppið á honum frá Skúla Magnússyni sýslu-
manni, þann veg, að Jón komst út frá Skúla og á bak
Bleik í réttinni á Ökrum, en klárinn þurkaði sig yfir
réttarvegginn með Jón á baki, og tók þegar skeið niður
til Jökulsár og yfir um hana á ís, en svo var ísinn
ótraustur að vatnaði upp úr skaflaförunum. t*ar skildi
með Jóni og þeim, sem áttu að grípa hann. Þótti hús-
körlum sýslumanns glæfralegt að leggja á ísinn.
Hestur var og uppi í Skagafirði um aldamótin 1800,
er nefndur var Skarða-Skjóni, og ýmsar frægðarsögur eru
af. Þótti hann afburða-góður hestur og kendu menn hann
langar leiðir og húsbónda hans, þar sem þeir fóru um,
eins og segir í vísunni:
Þófaljóna þýðastur
pýtur um Frónið harða,
er hann Skjóni auðþektur
undir Jóni Skarða.
Þá mætti og í þessu sambandi minnast tveggja hesta,
sem Grímur Thomsen hefir kveðið um snildarkvæði. Það
er Sörli, sem Skúli bjargaðist á og heygður er á Húsafelli
(Skúlaskeið) og Kópur, sem Sveinn Pálsson læknir fékk
léðan yfir Jökulsá á Sólheimasandi, svo hann mætti
hjálpa konu í barnsnauð, en áin þá hlaupin fyrir skömmu
og talin ófær með öllu.
Bæði þessi kvæði eru þann veg ort, að óhætt er öllum
að lesa þau og læra. Það spillir engum að kunna þau.
Það er áreiðanlegt.
Pað mætti nefna fleiri dæmi um ágæta hesta og reið-
menn, sem tökin kunnu á þeim, þó að eg láti hér staðar
numið.- En þessi dæmi sýna þó það, að mönnum hefir
ekki þótt ómerkilegt að færa það og þvíumlikt í letur, og