Eimreiðin - 01.05.1921, Blaðsíða 8
136
HESTAVÍSUR
[EIMREIÐIN
bóndinn óskar. Slíkur maður er sólarmegin stundina þá,
og fylgir vonglaður skáldkonunni
»til Logalanda
þar sem eldurinn aldrei deyr
og allar klukkur standa«.
Því hann skilur, eins og hún, að
»þegar dýrið dillar sér
drottinn, það er brot af þér«.
Á slíkum stundum liggur hagmælskan ekki á liði sínu.
Þá munu þær fæðast og vera kveðnar fullum rómi margar
af snjöllustu hestavisunum okkar.
Mér finst sisl fjarri, einmitt í þessu sambandi, að nefna
tvo menn til sögunnar, er uppi voru samtímis og margir
muna eftir.
Það eru þeir Páll Ólafsson og Jón Ásgeirsson, eða Jón
á Þingeyrum, eins og hann mun tiðast nefndur. Þeir hafa
kveðið mesta fjölda af hestavisum, enda óhætt að telja þá
jafnsnjallasta af samtiðarmönnum sínum á slíka vísu.
Þeir voru báðir hesta vinir, og reiðmenn á meðan þeir
voru í fullu fjöri, það ber öllum saman um, er báða
þektu. Þeir kunnu tökin á hestum sínum, skildu skap-
lyndi gæðinganna og hvorugur þeirra skammaðist sin
fyrir sopann. Hestavísur þeirra eru tvímælalaust jafn-
bestar. Þar er ekki um víxl að ræða, altaf leikið á hrein-
um kostum. Hjá þeim er léttur hrynjandi í hverju spori.
En vitanlega hafa fleiri kveðið góðar vísur, eins og eg
mun síðar færa nokkurn sann fyrir, enda er sitthvað að
yrkja eina og eina vísu góða. Páll og Jón ortu hvor í
sínu lagi, mesta fjölda af hestavisum, einkum þó Páll, og
undantekningarlaust góðar, eins og þið munuð bráðum
komast að raun um.
Eins og gefur að skilja, er sama efnið í mörgum hesta-
vísunum, þó að kveðnar séu um ýmsa hesta víðsvegar á
landinu og á ýmsum tímum. Þó eru vísurnar næsta
ólikar, sumar að minsta kosti, þó að þær hafi eiginlega
það sama að segja. í því liggur listio að hagyrðingarnir
segja frá því sama, hver á sína vísu. Þó að þeir séu t. d.