Eimreiðin - 01.05.1921, Blaðsíða 89
EIMRKIÐIN]
HEIMILISIÐNAÐUR
217
reisa innlenda iðnaðinn við verða að gera sér ljóst hverjar
orsakir liggja til þessa.
Mannfækkun í sveitunum er venjulega talin helsta á-
stæðan, að fólkið hafi flutst til kaupstaðanna. Þetta er
góð og gild skýring í stöku sýslum, t. d. Rangárvallasýslu,
en í flestum ekki. 1860 var t. d. mannfjöldinn í:
1860 1910
Árnessýslu . . . . . 5400 6000
Borgarfjarðarsýslu . . 2200 2500
Húnavatnssýslu . . 4600 4000
Skagafjarðarsýslu . . . 4300 4300
Eyjafjarðarsýslu . . . 4600 5400
S.-Þingeyjarsýslu . . . 3700 3700
í’ó kauptúnin væru reiknuð frá í þessum landbúnaðar-
skýrslum þá er mannfækkunin lítil sem engin, og svo er
víðar. t*essi ástæða er því engan veginn fullnægjandi.
Mér er nær að halda að skrautgirni manna og móður-
inn eigi öllu meiri þátt í þessu. Útlensku eða verksmiðju-
unnu dúkarnir þóttu áferðarfallegri og þeir ekki nógu fínir,
sem voru unnir heima. Eflaust er það skrautgirnin, sem
veldur því, að kvenfólkið gengur hér í for og kulda á
hvítum skóm og hálfgagnsæjum silki- og bómullarsokkum,
en þegar öllu er á botninn hvolft stafar þetta af þroska-
og smekkleysi líkt og oddmjóu skórnir. Það er haldið fínt
sem flutt er frá útlöndum þó ekki eigi það að neinu leyti
við hér. — Þá heíir það og eflaust spilt vinnubrögðum
kvenna að ungu stúlkurnar meta nú hálfu meir kaupstaða-
mentun og skólagöngu en fslenska sveitavinnu, þykir það
fínna og meiri frægðin. — Nokkru kann hóglífi eða ef
menn heldur vilja, leti og ódugnaður að valda. Þá er það
og sjálfsagt, að í sumum greinum getur höndin tæpast
kept við vélar og verksmiðjur og þess vegna rétt að nota
ýmsan aðfluttan verksmiðjuvarning. Að vísu hef eg lesið
að bestu saumnálar séu handsmíðaðar, en þó væri það
lítt vinnandi vegur, að smiða nálar og títuprjóna í höndum.
Nú er það sannast að segja, að svipað hefir og farið
fyrir öðrum þjóðum. Allar höfðu þær svipaðan stórfeldan