Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1921, Blaðsíða 25

Eimreiðin - 01.05.1921, Blaðsíða 25
EIMREIÐIN] 153 Hafið. Eftir G. K. Chesterton. Sumir mentahranar láta sér um munn fara, að óbrotnir sveitamenn kunni ekki að meta fegurð landsins. Þetta er misskilningur, sprottinn af vizkurembingi miðlungsmanna; og það er eitt dæmi af mörgum, er sanna að öfgarnar mætast. Til þess að meta dygðir múgsins, verður maður þannig annaðhvort að standa honum jafnfætis (eins og eg) eða langt fyrir ofan hann, eins og dýrlingar. Nokkurn veginn hið sama á við í fögrum fræðum: Þeir sem gæddir eru ósviknum bókmentasroekk geta haft gaman af skril- máli og óhefluðu alþýðumáli, en ekki þeir sem að eins hafa bókasmekk. Og þegar þessir reginnaglar bókmálsins segja að bændur og búalið tali ekki eins og þeir hefði mætur á nátlúrunni, þá eiga þeir í raun og veru við það, að þeir tali ekki bókvíslega um hana. F*eir tala ekki bók- víslega um ský eða steina, eða svín eða snígla, eða hross eða hvað annað sem vera skal. Þeir tala svínslega um svín og snígilslega, býst eg við, um snígla og hressandi hrossalega um hross. Þeir eru steinmæltir um steina; þeir tala þokulega um þoku; og svo á það að vera. Og beri það við, að óbrotinn, greindur sveitamaður komist í tæri við eitthvert fyrirbrigði náttúrunnar, sem hann þekkir ekki og tekur huga hans, þá er alt af vert að gefa gaum að hvað slikur maður segir. Það er stundum spakmæli, og að minsta kosti aldrei tilvitnun. Hugsið ykkur t. d. þau ókjör af eftirétnum og tvíræð- um orðum, sem óvalinn, skólagenginn stórborgarbúi gæti ausið úr sér um sjóinn. Sveitastúlka, sem eg þekki í Buckinghamhéraðinu, hafði aldrei á æfi sinni séð sjóinn þangað til hérna um daginn. Þegar hún var spurð hvern- ig henni litist á hann, sagði hún að hann væri svipaður blómkáli. Þetta er nú skinandi skáldskapur — lifandi, al- gerlega sjálfstætt og frumlegt, og gullsatt. Fyrir mér hafði alt af vakað svipaður skyldleiki, sem eg gat þó aldrei rak-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.