Eimreiðin - 01.05.1921, Blaðsíða 93
EIMREIÐINl
HEIMILISIÐNAÐUR
221
sinum. Hann stóð ekki langt að baki útlendum stól, sem
eg hafði keypt í Höfn hjá góðum húsgagnasmið — og þó
hafði Norðmaðurinn ekki önnur tseki en sög, sporjárn,
hefil og hnif. Eg þori að fullyrða, að það er fjöldinn allur
af munum, sem smíða mætti á heimilum, jafnvel ódýrar
en kostur væri á að fá á annan hátt. Petta hefir iíka sýnt
sig í Noregi og viðsvegar um öll lönd. Vasahnífar, skæri,
rakhnífar, tóbakspipur o. fl. o. fl., sem vér kaupum og
höldum verksmiðjuvarning er í raun og veru útlendur
heimilisiðnaður, því fer svo fjarri að útlitið þurfi að vera
lakara á heimilisiðnaði en verksmiðjuvarningi, að hann
getur auðveldlega verið miklu fegurri. Verksmiðjurnar eru
þrælbundnar við ákveðið snið, en hönd og hugun hag-
leiksmannsins getur breytt til á ýmsa vegu og mótað flest
eftir persónu smiðsins og smekk.
Þá halda margir að verðið hljóti ætíð að verða miklu
hærra á innlendum varningi en útlendum, að það geti alls
ekki borgað sig að smfða góðan vasahnif á 1—2 kr.,
fjaðrir og skeifur fyrir það verð sem slíkt fæst fyrir i
búðunum. Þetta eitt hljóti þvi að gera heimilisiðnaði
ókleift að keppa.
Að miklu leyti er þetta hugarburður einn og vanþekk-
ing. Eg hef t. d. eitt sinn að gætt hver daglaun smiður
fengi við að smíða fjaðrir, ef hann væri jafn fljótur að
smiða og þýsku naglasmiðirnir, sem enn þá smiða margs-
konar naglategundir í einföldum smiðjum án allra véla.
Kaupið reyndist mér sómasamlegt kaup, öllu hærra en þá
var borgað fyrir flesta vinnu, þó gert væri ráð fyrir því
að járn og kol væru keypt hér með því verði sem þá var.
En naglasmiðirnir þýsku smíða venjulega ekki nema eina
tegund af nöglum og verða ótrúlega leiknir í verkinu.
Smiðjurnar þeirra eru litlu eða engu fullkomnari en þær
gerast í sveitum vorum, en til hverrar naglategundar er
notað hentugt járn og sérstakur hamar með ákveðinni
þyngd. Eg nefni þetta sem eitt dæmi af ótal þar sem út-
lendingar vinna vel og ódýrt með ótrúlega einföldum
tækjum.
Öðruvísi er þessu þó farið með margan heimilisiðnað,