Eimreiðin - 01.05.1921, Blaðsíða 68
196
SONGVATREGI
[EIMREIÐIN
um, sem vér höfum til þess að komast í samband við
undirvitundina, t. d. dáleiðslu.
Mörg rök mætti draga að þessarri skoðun. Til dæmis
má segja dáleiddum manni, að þegar hann heyri fugla-
söng eða eitthvað annað, t. d. hósta, fyrst eftir að hann
sé vaknaður, muni kvikna hjá honum áköf gleði, sorg,
reiði eða einhver önnur tilfinning. Hann vaknar, og þegar
hann heyrir fyrnefnt hljóð, fyllist hann ákafri tilfinningu,
en getur ekki gert sér neina grein fyrir upptökum hennar
eða orsökum. Eg vil ekki gefa í skyn, að jafnlítið eðlis-
samband sé milli sönglistarinnar sjálfrar og áhrifa hennar
á oss, sem til dæmis milli hóstans, er dáleiddi maðurinn
heyrir, og þeirrar áköfu gleði, sem getur gripið hann við
það. Eg vil að eins benda á möguleika þess, að sumar
tilfinningar vorar eigi rætur sínar í minningum, sem eru
svo gersamlega gleymdar, að engin jarðnesk rej'nsla getur
skolið þeim upp á yfirborð sálarinnar.
En því miður er ekki öll sönglist þess eðlis, að hún
veki slíkar tilfinningar. Þólt hún sé ef til vill goðborin
fram í ættir, er blóðið oft farið að blandast svo mjög, að
litið ættarmót mun vera með afkomandanum og forföð-
urnum. Og þar að auki má sjálfsagt gera ráð fyrir, að
öll jarðnesk sönglist sé meira og minna grugguð af far-
vegi sínum, hversu guðdómleg sem oss virðist hún vera.
Ljós eilífðarinnar brotnar og breytir lit á ferð sinni gegn-
um þokumistur mannlífsins. —
Skáldið, sem eg vitnaði í hér að framan (E. Ben.), hefir
enn elna skýringu á söngvatreganum. í kvæðinu »Dísar-
höll« segir hann:
»Eg veit það og finn, hvers sál mín saknar.
Söngvanna minning af gleymsku raknar.
Ómur af lögum og brot úr brögum,
bergmál frá æfinnar liðnu dögum,
af hljómgrunni hugans vaknar«.
En eg verð að játa, að eg get ekki látið mér nægja
neinar jarðneskar minningar til þess að skýra söngva-
söknuðinn, enda er það staðreynd, að hann getur eins