Eimreiðin - 01.05.1921, Blaðsíða 64
192
GUÐMUNDUR BISKUP GÓÐI
(EIMBEIÐIN
Gyðríður svarar: »Vel mun þér fara, frændi, en það alt
best, er mestu varðar; en allhrædd er eg um þó, að hon-
um verði eigi að engu það, er hann gerir í móti þér«.
Og nú fær á hana, og grætur hún af tali þeirra og hug-
boði þvi, er hún hafði í brjósti, en biskup huggaði hana,
sem alia aðra, er hann sá hrygga, því að hann mátti
ekki aumt sjá, og mælti hann svo til hennar: »Gráttu
eigi, frændkona, guð mun sjá til með oss og verði sem
hann vill, það mun best gegna öllum oss«.
Nú kom þessi spásaga Guðmundar biskups fram, þá er
Kolbeinn var að bana kominn, og hann bað biskup misk-
unnar, en guð hjálpar; þá mælti biskup: »Nú mun María
launa þér kvæði þín, og helgir menn guðs, er þú hefir
orkt um, enda þarf nú mest við; skal eg nú og miskunna
þér, það er eg má«.
eftir Örn Arnarson.
Sólblettir.
Þú komst inn í líf mitt ljúfa
líkt og sól er rís úr hafi,
varst mér ljós á vegum mínum
varst mér yls- og birtugjafi.
En bakarinn og simasveinninn
settu á þig dökka bletti,
agenlinn og ýmsir fleiri
uns þú varðst að dimmum hnetti.
Rjúpan.
Skúraskýin grétu,
sumarsólin hló.
Rjúpan var að tina
rjúpnalauf í mó.