Eimreiðin - 01.05.1921, Blaðsíða 54
182
GUÐMUNDUR BISKUP GÓÐI
(EIMREIÐIN
þegar um slíkt guðlast var að ræða, þá hefir honum þótt
nóg um það, hve langt Guðmundur gekk í þessu1). Jafn-
vel prestar gátu ekki setið á sér að stinga sneiðum að
Guðmundi út af þessu beina dálæti hans. Einu sinni ætl-
aði Guðmundur að gefa Sigurði Ormssyni á Svínafelli af
beini heilags Jóns Hólabiskups. Þá var þar síra Steinn
nokkur, er ræddi um »að honum þótti eigi vel litt beinið
Jóns biskups, og kvað sér það þykja eigi heilaglegto. —
En Guðmundur var öílugur talsmaður beinsins og svo
fór, að með áminningum Guðmundar og fyrir verðleika
heilags Jóns varð síra Steinn að falla frá villu sinni og
fékk maklegan kinnroða fyrir ótrú sína2). Mun Guðmund-
ur hafa aukið fjarskalega trú manna á helga dóma víðs-
vegar um landið, því að hann hafði þá jafnan með sér,
og hafði sem sverð og skjöld fyrir sér, er hann framdi
hin dásamlegustu verk sín, einkum er hann fékst við
drauga og forynjur.
Líkt var á komið með vígslur Guðmundar og yfirsöngva.
Þetta var líka tíðkað af fleirum í kaþólska siðnum. En
þar fór Guðmundur svo langt fram úr öllum, að enginn
íslendingur fyr né síðar hefir þar komist með tærnar, sem
hann hafði hælana, og má svo segja, að allir aðrir hverfi
fyrir honum. Hann vígði alt, sem vígslu varð á komið,
en einkum voru þó vinsælar vígslur hans á brunnum og
fuglabjörgum. Allir þekkja orðin: »Hættu að vígja Gvend-
ur biskup, einhversstaðar verða vondir að vera«. Það lá
við, að varla væri orðinn nokkur griðastaður, nokkurt
Heiðnaberg, fyrir illa ára, eftir ferðir Guðmundar, og var
ekki kyn, þótt alþýðu þætti hann góður gestur. Lang al-
gengastar voru vatnsvígslur hans. Jafnvel enn þann dag í
dag drekka Reykvíkingar vatn, sem vígt er af hinum
blessaða Guðmundi biskupi. Vatn hans gekk alment undir
nafninu biskupsvatn, og þótti nauðsjmleg eign á hverju
heimili svo að segja. Það var líka til margra hluta nyt-
samlegt. Það var notað sem lyf, bæði innvortis og út-
vortis, og þótti gefast ágætlega, og það jafnt fyrir menn
og skepnur. Það bráðdrap eld í húsum, ef því var skvett
1) Bisk. I, 413. 2) Bisk. I, 408.