Eimreiðin - 01.05.1921, Blaðsíða 102
230
HANNES STUTTI
(EIMREIÐIN
að taka við því. Eg er hissa á þvi hvað maðurinn veit
og hafa ekki verið nema 2 ár í Apóthekinu. Hann hlýtur
að vera stórgáfaður maður«. En því miður nutum við
ekki þessa manns lengi. Hann lést úr bólguveikinni, sem
geisaði hér 1873.
Vísan sem fyr er um getið, að Ólafur sál. þrumaði
framan i Hannes, er þannig tilkomin, að 2 mönnum, Jens
nokkurum söðlasmið og Ólafi manni mínum, hugkvæmd-
ist það eitt sinn, að grafa í Berserkjadysina hér í hrauninu á
leiðinni út f Bjarnarhöfn. Þá ortu þeir þessa vísu, en
Ólafur sál. numdi hana fljótt. — Bein fundu þeir nokkur
í dj’sinni, en byrgðu ekki aftur það sem þeir grafið höfðu.
En nóttina eftir dreymir móður mína að stór maður vexti
komi til sín og segi með byrstri röddu: »Segðu honum
Ólafi að það leki ofan á okkur«. — Það hafði rignt mikið
um nóttina og daginn eftir fóru þeir sömu menn til og
byrgðu gröfina, eða komu dysinni í samt lag aftur.
Svo slæ eg i botninn í þetta sinn!
Arwa Thorlacius.
Rómantík.
IGerhard Gran).
Jakob Jóh. Smári íslenzkaði.
Herrar mínir og frúr! Pið hafið sjálfsagt öll komið í
Listiðnaðarsafnið og tekið þar eflir mörgum litlum hólf-
um, sem eru aðgreind eins og herbergi og ganga undir
ýmsum nöfnum: renessanse-herbergi, rokoko-herbergi,
empire-herbergi o. s. frv. Ef þið gætið nánara að þessum
herbergjum, verðið þið þess þegar vör, að sérstök Iíking
er með öllum þeim hlutum, sem eru í hverju herbergi, —
að þeir eru svo að segja stiltir í sömu tóntegund. Þið