Eimreiðin - 01.05.1921, Blaðsíða 23
EIMREIÐIN']
HESTAVÍSUR
151
sviftur eina yndi því
er eg meina veröld í.
Og lengi er hagyrðingurinn að sætta sig við hvernig
komið sé, þó að árunum takist þar, sem annarsstaðar,
að breiða yfir söknuðinn og draga úr sviðanum:
Pótt mér vordís klappi’ á kinn,
kvíöi’ eg næsta degi:
Nú er á brott hann Blesi minn
blakkurinn elskulegi.
Kveður einn í gróindunum vorið eftir að reiðhesturinn
hans féll. Það var til lítils að hlakka fyrir hann, þó að
vegir væru þurrir og kunningjarnir að skemta sér í góð-
viðrinu á ungum og fjörugum gæðingunum.
Og þó að hestur komi hests í stað, lifir hún þó lengi í
huganum, minningin um gamla snillinginn. Og þegar hag-
yrðingurinn ber þá saman, nýja gæðinginn og íallna snill-
inginn, finst honum öðruvísi umhorfs á stöðvum þeim, er
hann hafði áður yndis notið og dýpsta sælu fundið:
Pegar Brúnn minn teygði tá
og taumana eins og þvengi;
þessir köldu klettar þá
kváöu á aðra strengi.
Segir Páll Ólafsson í eftirmæli Vakra-Brúns.
Hagyrðingurinn getur ekki orða bundist, þegar hann
fer um stöðvar þær, þar sem gamli og góði hesturinn
hans hafði áður leikið sér, oft og mörgum sinnum, á
bestu kostunum. Hann verður að minnast þess á sína vísu
og hugsun hans og mál brýst fram i stuðlum — hring-
hendunnar:
Skulfu klettar, skall hann á
skeiðið rétt við hjallann —.
Pessi blettur muna má
margan sprettinn snjallan.
Þessi staka er eflaust yngst þeirra hestavísna, er eg hefi
nú uppritað, enda skal hún reka lestina. Hún er kveðin
í haust, réttu ári eftir að hestur sá féll, er hún getur um.
Höfundur lætur ekki nafns síns getið að svo stöddu.