Eimreiðin - 01.05.1921, Blaðsíða 123
EIMREIÐIN]
FRESKÓ
251
herramanns-ættum. Pér munið, að eg sagði altaf: Hann
ber sig eins og aðalborinn maður!
Það verður erfiðast, að gera öðrum það skiljanlegt, að
við skulum leyfa benni, að taka svona niður fyrir sig. En
þegar það heyrist, að við séum öll samþykk því, þá trúi
eg því naumast, að neinn þori að segja neitt. Og það veit
eg að hverjum manni má vera ljóst, að eg mundi aldrei
leyfa benni að gera neitt, sem henni væri ekki fullur
sómi að. Og svo sé eg ekki annað, en það megi láta það
berast svona manna milli, hvernig í öllu liggur.
Pér gætuð t. d., ef yður sýnist svo, sagt einum eða
tveimur af kunningjum yðar i White frá því í trúnaði.
I*á berst það undir eins um alt. Og það væri líklega
réttara heldur en láta fólk halda, að við hefðum farið að
samþykkja nokkurt misræði.
Esmée var mér lengi mikið áhyggjuefni.
Eg er guði þakklát, að eg má nú skila ábyrgðinni í
annars manns hendur.
Hún elskar hann alveg taumlaust og er honum auð-
sveip. Eg hefði aldrei trúað því, að hún gæti gefið sig
nokkurri tilfinningu svona algerlega á vald, og breytst
svona ákaflega við áhrif hennar«.
Leonis Renzo, Milton Ernest, til síra Eccelino Ferraris,
Florinella:
»Þér verðið að gera það fyrir okkur, að koma um
páskana, og yfirgefa einu sinni litla, kyrláta húsið yðar
uppi í fjöllunum, til þess að lýsa yfir okkur blessun yðar,
fyrsti og helgasti vinur minn!«
Hr. Hollys, Róm, til Charterys greifinnu, Milton Ernest:
»Nú er mér nóg boðið! En eg óska ykkur til hainingju
af heilum huga, báðum tveim. Eg er hálf utan við mig.
Hvenær verða freskó-myndirnar búnar? Fyrirgefið mér«.