Eimreiðin - 01.05.1921, Blaðsíða 31
EIMREIÐIN)
KIRKJAN OG SPÍRITISMINN
159
þeir munu neita þvi að láta sýna sér hroka; það vald eru
þeir orðnir í landinu sakir lundernisfestu sinnar og sann-
leikselsku.
Einn af lærisveinum mínum, sem lauk prófi í vetur,
hefir sýnt mér þá velvild að þýða greinirnar fyrir mig.
Har. Níelsson.
I.
Þeir reikuðu um eyðimörkina, um veglaus öræfin,
og fundu eigi byggilegar borgir. — Sálm. 107,4.
Mun spíritisminn leiða menn i skaut kristindómsins?
Þetta er í raun og veru spurningin, sem biskupinn í
Chelmsford leggur fyrir menn. Spurningin er yfirgripsmik-
il og ætla eg ekki að gera tilraun til að svara henni með
almennum orðum; eg mun tilfæra nokkurar staðreyndir,
sem mér eru kunnar af einstaklingsreynslu minni. En ein-
staklingurinn er liður í tegundarhópnum; og tegundahópur
sá, sem eg heyri til, er að því sem eg held all-fjölmennur.
Enn fremur hygg eg, að spurningin sé svo mikilvæg frá
sjónarmiði siðferðisins og skynseminnar, að hún krefjist
vandlegrar ihugunar. Fyrir mörgum árum leiddu sálar-
rannsóknirnar mig til trúar á guð og Krist. Þær eru það
málið, sem eg hefi árum saman aðallega lesið um, og því
meira sem eg læri á því sviði, því nær kemst eg trúar-
atriðum þeim, er eg hvarf forðum frá í örvæntingu. Það
er lítill munur á núverandi afstöðu minni til trúarsetning-
anna og afstöðu biskupsins, ef hann er þá nokkur. Eg er
albúinn þess að viðurkenna kenningu kirkjunnar um meyj-
arfæðinguna og prédika kenningar hennar um lífið eftir
dauðann af einlægri persónulegri sannfæring, sem styrkt
hefir verið við sannanir, er eg hefi aflað mér persónulega.
Hve margir guðfræðiprófessorar geta sagt hið sama?
Þá var mér svo farið, á hinum dýrmætu árum, sem
varið er til að leggja grundvöllinn undir lífsstöðuna, að
eg ráfaði um hrjóstrug haglendi efans, umluktur af járn-
vegg efnishyggjunuar. Vandamálinu, sem fyrir mér vakti,
má lýsa með einföldum orðum: Er nokkur andlegur