Eimreiðin - 01.05.1921, Blaðsíða 60
188
GUÐMUNDUR BISKUP GÓÐI
IE1MRE1Ð1N
Guðmundar og Selkollu, en það sem eftir er, er fremur
ómerkilegt. Það er viðburðurinn um kvöldið, sem hefir
verið ægilegur. Hitt sýnist frekar vera eins og viðbót og
ýkjur, og sama er að segja um hrosshnútuna, sem var
nærri búin að granda tveim mönnum á báti og reyndist
vera Selkolla.
Það er nú enginn efi á því, að sagan um Selkollu er
sönn, hvernig sem menn vilja gera sér grein fyrir hennj,
og hversu mjög sem hún kann að vera ýkt og afiöguð.
Guðmundur biskup hefir komist í kast við Selkollu. Sagan
er færð í letur skömmu eftir að viðburðurinn gerðist, og
svo sýna merkin verkin. Þorgils bóndi dó og hinn mað-
urinn var blindur upp frá því. Krossarnir stóðu lengi eftir
sem þögul vitni um það, sem fram hafði farið. Og eitt
örnefni staðfestir einnig söguna, Selkollu-kleifar svo nefndar.
En hvað hefir þetta þá verið?
Hefir það verið algengur draugagangur, sem Guðmund-
ur hefir komið af með áhrifa-valdi sínu? Fólkið setur
viðburðinn í samband við barnshvarfið, og er því enn
æstara. Ýmsir munu nú á dögúm ekki koma af fjöllum
að annari eins sögu og þessari. Guðmundur er áhrifa-
maðurinn í andans heimi, sem skakkar leikinn með að-
stoð vina sinna þar.
Hver getur sagt með vissu hvað þetta hefir verið?
Það mætti lika láta sér detta í hug eina skýringu á
þessum viðburði, og get eg sagt hver hún er, án þess að
eg ætli mér þá dul, að geta gert fullnægjandi grein fyrir
þessum viðburði.
Barnið hefir grátið mjög, þegar frá því var gengið, og
þegar þau komu að því aftur, hefir það verið sofnað og
grátbólgið mjög. Hjátrúin grípur þau þegar, af því að
barnið var »heiðið«; þau halda að illur andi sé hlaupinn
í það, og taka á rás burtu frá því. Af einhverjum ástæð-
um finst barnið ekki. (Gæti líka hugsast að barninu hefði
einhvern veginn hlekst á, og hjúin því logið öllu um að
það hafi verið svo »dautt og illilegt«).
En nú kemur það einkennilega, sem sýnir hve sagan
er ólík því, að hún sé skálduð frá rótum. Draugurinn,