Eimreiðin - 01.05.1921, Blaðsíða 58
186
GUÐMUNDUR BISKUP GÓÐI
[EIMREIÐIN
mitt þetta, að Guðmundur hvilir þannig á knjám hans
sýnist benda á það, að hann hafi hnigið svo fljótlega út
af, að hinn hafi svo að segja gripið hann. Segir sagan,
að þetta hafi oftar skeð, að þeim sem svaf hjá Guðmundi
hafi fundist eins og hann hyrfi úr rekkjunni þótt hann
svæfi þar, og þá hafi jafnan gerst einhver undur af völd-
um hans annarsstaðar »af heitum manna og kallict1). Ef
til vill er það einmitt söguritarinn sjálfur, sem hefir reynt
þetta, og í öllu falli hefir það ekki farið margra milli.
Auðvitað er sagður fjöldi af sögum um kraftaverk, er
Guðmundur á að hafa gert, bæði í lækningum og öðrum
velgerningum. Kom það jafnan fram i hinu kaþólska formi,
með helgum dómum, vígðu vatni, yfirsöngvum og slíku,
og er það auðvitað. Hefði Guðmundur búið við annað um-
hverfi og aðra lifsskoðun, hefði þetta ytra form auðvitað
breytst eftir því. Það er ytri búningurinn. Hann verður ein-
hver að vera, en að halda, að hann sé einhver töfra lykill er
álíka skynsamlegt og að halda, að ekki þurfi annað en fara
í föt skáldsins og taka penna hans i hönd til þess að verða
skáld sjálfur. Vér verðum líka að lesa jarteinabækurnar
meir en lítið varlega. Þar er mörgu skrökvað, margt ýkt,
margt misskilið. En þegar búið er að draga alt þetta frá,
verður þó eitthvað eftir, einhver afgangur, einhver kjarni,
sem hitt hefir spunnist utan um. Hví skyldi ekki að öðr-
um kosti slíkar sögur spinnast utan um fleiri?
Það yrði margfaldlega of langt inál, að fara hér út í
jarteinir Guðmundar, og er þar þó mörg sagan vel sögð.
En eg vil geta hér aðeins einnar sögu, þeirrar, sem stór-
kostlegust er þeirra allra, en það er Selkolluþáttur2). Saga
þessi er því miður of löng til þess að taka hana upp í
heiiu lagi, en annars væri það freistandi, því þótt hún sé
á einstaka stað dálítið klúr, þá er hún meistaraverk. Eg verð
þá i staðinn að segja aðalefni hennar með fáum orðum. —
Hjú nokkur áttu að færa meybarn til skírnar norður á
Hornströndum. Viku þau sér frá þvi um stund, en þegar
þau komu að því aftur sýndist þeim það »dautt og illi-
legt« og stukku frá því. Barnið fanst ekki síðan. Þóttust
1) S. st. 2) Bisk. I, G04; sbr. II, 77.