Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1921, Page 58

Eimreiðin - 01.05.1921, Page 58
186 GUÐMUNDUR BISKUP GÓÐI [EIMREIÐIN mitt þetta, að Guðmundur hvilir þannig á knjám hans sýnist benda á það, að hann hafi hnigið svo fljótlega út af, að hinn hafi svo að segja gripið hann. Segir sagan, að þetta hafi oftar skeð, að þeim sem svaf hjá Guðmundi hafi fundist eins og hann hyrfi úr rekkjunni þótt hann svæfi þar, og þá hafi jafnan gerst einhver undur af völd- um hans annarsstaðar »af heitum manna og kallict1). Ef til vill er það einmitt söguritarinn sjálfur, sem hefir reynt þetta, og í öllu falli hefir það ekki farið margra milli. Auðvitað er sagður fjöldi af sögum um kraftaverk, er Guðmundur á að hafa gert, bæði í lækningum og öðrum velgerningum. Kom það jafnan fram i hinu kaþólska formi, með helgum dómum, vígðu vatni, yfirsöngvum og slíku, og er það auðvitað. Hefði Guðmundur búið við annað um- hverfi og aðra lifsskoðun, hefði þetta ytra form auðvitað breytst eftir því. Það er ytri búningurinn. Hann verður ein- hver að vera, en að halda, að hann sé einhver töfra lykill er álíka skynsamlegt og að halda, að ekki þurfi annað en fara í föt skáldsins og taka penna hans i hönd til þess að verða skáld sjálfur. Vér verðum líka að lesa jarteinabækurnar meir en lítið varlega. Þar er mörgu skrökvað, margt ýkt, margt misskilið. En þegar búið er að draga alt þetta frá, verður þó eitthvað eftir, einhver afgangur, einhver kjarni, sem hitt hefir spunnist utan um. Hví skyldi ekki að öðr- um kosti slíkar sögur spinnast utan um fleiri? Það yrði margfaldlega of langt inál, að fara hér út í jarteinir Guðmundar, og er þar þó mörg sagan vel sögð. En eg vil geta hér aðeins einnar sögu, þeirrar, sem stór- kostlegust er þeirra allra, en það er Selkolluþáttur2). Saga þessi er því miður of löng til þess að taka hana upp í heiiu lagi, en annars væri það freistandi, því þótt hún sé á einstaka stað dálítið klúr, þá er hún meistaraverk. Eg verð þá i staðinn að segja aðalefni hennar með fáum orðum. — Hjú nokkur áttu að færa meybarn til skírnar norður á Hornströndum. Viku þau sér frá þvi um stund, en þegar þau komu að því aftur sýndist þeim það »dautt og illi- legt« og stukku frá því. Barnið fanst ekki síðan. Þóttust 1) S. st. 2) Bisk. I, G04; sbr. II, 77.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.