Eimreiðin - 01.05.1921, Blaðsíða 62
190
GUÐMUNDUR BISKUP GÓÐI
[ElMRElÐlít
VI.
Rita mætti langt mál og merkilegt um deilur Guð-
mundar biskups við veraldlega höfðingja, en það yrði þá
að gerast í annari ritgerð. Hér er að eins á það minst,
til þess að það sjáist, að þvi er með vilja slept.
Deilur þessar hafa verið lagðar út honum til lasts, og
má margt um það segja með og móti. En víst er um
það, að varla er neitt i þeim, er kasti rýrð á persónu
hans eða gefí tilefni til þess að ætla honum lágar eða
illar hvatir. Hann lagði mest i sölurnar sjálfur i þessum
deilum, auð og völd og þægindi lífsins öll, heimili sitt,
biskupsstól og föðurlandið sjálft löngum stundum. — Og
talsvert er það merkilegt, og sýnir hve gersamiega var
ómögulegt að fínna höggstað á honum í því efni,
að hvernig sem andstæðingar hans báru honum á brýn
allar vammir og skammir, og báru róg um hann innan
lands og utan, þá var hann aldrei borinn því, að hann
hefði verið við konu kendur. Og þó gafst nóg tilefni til
þess, því að margar konur fylgdu honum að staðaldri, og
þær sumar fagrar og ekki hreinlífar áður.
Hann sýnist hafa verið frábærlega grandvar i lif-
erni sinu, og komist undra langt i því, sem hann þráði
mest, imitatio Christi, eftirbreytni eftir Kristi. í öllum
raunum hans heyrist ekki æðru orð. Og hversu sem hann
var hart leikinn, verður aldrei vart hjá honum hefndar
hugarfars, nema í þetta eina sinn, er hann var fluttur
nauðugur, og í rauninni eins og fangi, úr Grimsey. Þá
eru höfð eftir honum þessi orð: »Hefn þú nú Drottinn,
eigi má vesalingur minn«. Pegar litið er á það, hvernig
óvinir hans höfðu þá leikið hann og alla þá, sem hon-
um var annast um, limlest suma og drepið aðra, og mis-
þyrmt þeim öllum, jafnvel þeim, sem dáinn var og graf-
inn áður, þá verður varla sagt að þetta séu stór orð. Og
þó má mikið vera, ef hann hefír nokkuru sinni sagt þau.
Þau gátu svo vel myndast út frá því, að einmitt í þess-
ari ferð i land úr Grímsey skall á aftaka veður, svo að
fjöldi manna týndist. Hefír þá ekki þurft nema eitthvað,