Eimreiðin - 01.05.1921, Blaðsíða 115
EIMREIÐIN]
FRESKÓ
243
fölsuð (og það heldur hún ef til vill), þá mundi hún
samt hljóta að hata þann mann, sem gæti fengið af sér,
að beita þeim gegn henni.
Alt þetta veldur mér megnustu áhyggju, og gerir mig
ráðalausan. Eg elska hana, elska hana svo innilega, að
mér mundi þykja það engisvirði þó að alt England viður-
kendi að eg væri Charterys lávarður, ef eg ætti að missa
fyrir það bros hennar til mín. Nú er því þá svo farið,
að þó að sæmd mín hafi aukist og nafn mitt losnað við
flekk og sjálfsþótti minn sé réttmætur, þá er eg þó ógæfu-
samari maður en eg var áður en eg opnaði þetta hólf.
Eg er kominn í völundarhús og finn ekki leiðina út. Ef
eg sýni henni þessi skjöl, hlýtur hún að líta á mig sem
svikara. Þá vil eg heldur vera Leonis Renzó áfram, Renzó,
sem hún ber virðingu fyrir og — líklega — elskar. Ráð-
leggið mér eitthvað, kæri vinur og faðir!«
Síra Eccelino Ferraris, Florinella, til Leonis Renzó,
Milton Ernest:
»Eg þori ekki að ráðleggja þér neitt í máli, sem varðar
þig svo miklu. Öll framtíð þín veltur á því, hvað þú
ræður af. Eg sé vel þá örðugleika, sem eru fram undan
þér. þú ant frændkonu þinni heitar en aðalstign og auð-
æfum. Og eg segi ekki, að það sé rangt. Þú getur ekki
hreyft hönd né fót í þá átt að ná rétti þínum, af óttanum
við að missa hana. Eg fylgi þér í öllu þessu. Jafnvel þótt
hún yrði alls ekki fjandmaður þinn á þessu öllu, þá er
það víst, að þessi drambláta kona mundi aldrei geta játað
þér ást sína úr þvi að svo væri komið.
Hún mundi aldrei hætta sér undir þá dóma, sem dynja
mundu á henni, ef hún gerði það, og hún gæti líka ótt-
ast, að þú sjálfur litir á það þeim augum, að hún væri
með því, að krækja aftur í það, sem hún hefði mist. En
svo kemur hin hlið þessa máls. Er frændkona þin mak-
leg þessarar fádæma fórnar, sem þú yrðir að inna af
hendi? þú manst hvernig þér leitst á hana fyrst þegar þú
sást hana. Þér fanst hún hrokafull, kenjótt og hégómleg,
nákvæm eftirmynd félagsskaparins, sem hún var alin upp
í. Ert þú nú viss, nema þessi fyrri dómur þinn um hana