Eimreiðin - 01.05.1921, Blaðsíða 99
F.IMREIÐIN]
HANNES STUTTI
227
brennivínshorn var herra Jens
haldin prýði forna!dar«.
Nú þagnar Hannes og spyr svo: »Hvar mun vera höfð-
ingi allra höfðingjanna?« (Hann meinti Thorlacius). »Hann
er á skrifstofu sinni«, er honum sagt. »Það mun vera
kantórinn sem þið meinið«. Honum er vísað þangað inn
og beygir sig þá svo mikið, að ennið nam staðar á gólf-
inu, svo honum lá við falli, en með því hann var mjög
lágur maður vexti, lókst honum þó að rétta sig við. Nú
byrjar lofið og lofsöngvar um Thorlacius: »Herramanns-
höfðinginn og höfðingi allra höfðingja« o. s. frv. Þar
voru þá staddir inni hjá Thorlacius, sem oftar, Ólafur son-
ur hans (maðurinn minn), Sören Hjaltalín, o. fl. — Sören
var stiltur og prúðmenni, en gat verið kýminn, er svo bar
undir. Þegar Hannes hafði skáldað og skjallað eins og
honum framast var unt, segir Sören við hann með mestu
ró og stillingu: »Hannes minn! Hver var það sem orkti
einu sinni þessa vísu og um hvern er hún:
Nær mun Hannes, hortittanna smiður,
fyrir skitið fjölnis-vín
fá pað vit að skammast sín?«
Þegar Sören er að Ijúka við visuna rýkur Hannes upp,
ber sig utan og segir: MÞetta kunnið þið, b . . . bullara-
búðarlokur, að halda á lofti skömmum og ósæmi um heið-
virða menn og skáld. Kunnið þið meir? Þá skal eg segja
ykkur vísu sem segir sex:
Hún Valgerður o. s. frv.«
(En stúlka þessi, Valgerður, er núna 65 ára og hefir al-
drei gifst).
Fyrsti lyfsalinn í Stykkishólmi var danskur maður Ja-
cobsen, einkar vinsæll maður og hjálpsamur við alla og
það svo, að hann gaf meðölin, ef fátækir áttu í hlut. Kona
hans var dönsk, en andaðist eftir fá ár. En lyfjabúðina
hafði hann á hendi hartnær í 40 ár, og bjó með ekkjufrú
Sigríði Schjöth, kaupmannsekkju. Hús þeirra var orðlagt
fyrir gestrisni og greiðasemi. En Jacobsen þessi hneigðist
til víndrykkju siðari árin, uns hann fekk »slag« eða »Apo-
plexi« og dó úr því 2 eða 3 árum eftir; arfleifði hann