Eimreiðin - 01.05.1921, Blaðsíða 100
228
HANNES STUTTI
[EIMREIÐIN
Sigríði Schjöth að öllu sínu. Og þá var það, að Möller
Apothekari kom í Stykkishólm. — í þessu húsi fekk
Hannes stutti loforð á gistingu. Pegar karl kemur inn í
byrjun kvöldvökunnar, réttir frú Schjöth honum ullar-
kamba og biður hann kemba fyrir sig. y>Kemba«, segir
hann. »Það verk kann eg ekki«. »Þá held eg eg hefði ekki
flýtt mér að fara að lofa yður að vera«. «Eg vildi heldur
þér hefðuð beðið mig að gera bögu« segir Hannes. »Það
verður ekki ofið úr þeim«, segir hún. Þá kemur þjónustu-
stúlkan inn, og segir: »Eg skal kemba, farðu að yrkja«.
»Já« segir karlinn: »Eg skal fyrst fara með vísu sem eg
orkti til hans Jóns Eiríkssonar gullsmiðs hérna, þegar
hann sagði það væri of mikið skegg á mér. Vísan er svona;
Gullsmiður í gæfulegg
greinir bragarsmiður.
Þó á mér sé mikið skegg
meira er það á yður«.
Eftir það hélt hann áfram að yrkja þvætting sinn fram
eftir öllu kveldi. — En eftir að hann er að enda við, er geng-
ið hratt inn í stofuna og sá maður þrumar þessa vísu, með
fornaldarbrag:
Rjúfum gröf at gjálfri
göngum hratt at verki
búum bræðrum betri
bústað á landi frera.
Styr hefir hér um vælta
Halla og Leikni báða
níu nú fyrir öldum
nær ok nokkuð meira«.
Nú rekur karl upp stór augu og segir: »Steinhissa er ég.
Heldur þú, eða þér, að þetta sé skáldskapur?« En sá sem
þrumaði vísuna, var Ólafur, faðir Magnúsar myndtöku-
manns í Rvík, er lengi var í lyfjabúð Möllers sál. Hann
var glaðvær og skemtinn maður með afbrigðum, sífelt
kátur, hvað sem á gekk. Honum þókti heldur fengur í að
fá að sjá Hannes, og segir nú: »Já, já, Hannes minn! Er eg
ekki skáld líka?« »Nei«, svarar Hannes, »ímyndið ykkur
ekki að þið kunnið að yrkja, þó svona langloka komist