Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1921, Blaðsíða 86

Eimreiðin - 01.05.1921, Blaðsíða 86
214 [EIMREIÐIN Heimilisiðnaður og framtíð hans. Eftir Guðm. Hannesson. Eg er viss um að unga fólkið á erfitt með að skilja hve stórfeld breyting hefir orðið á öllu voru litla þjóðfélagi síðasta mannsaldur- inn. Á skólaárum mínum var t. d. sjávarútvegur Reykvíkinga aðallega bikaðir róðrarbátar og sjóföt manna allajafna skinnklæði. Á mánaða- mótum sáust hin miklu gufuskip »Laura« eða »Thyra« sigla inn á höfnina og þótti ærnum tíðindum sæta. Nú eru róðrarbátarnir að mestu horfnir og hafíærir vélabátar komnir í þeirra stað, raflýstir, með ágætum skipstjóraklefa og sæmilegu háseta- herbergi. í stað lítilla þiiskipa er kominn fjöldi botnvörp- unga. Náttúrlega eru þetta og margt fleira stórfeldar fram- farir, en eigi að siður mun það sanni næst, að þjóðlíf vort og lifnaðarhættir stóðu á fastari fótum fyr. Gamla skipulagið og lifnaðarhættir allir bygðust á innlendri reynslu frá landnámstíð. Gömul og einkennileg menning hafði sniðið hvern hlut eftir landi og þjóð og þeim kjörum öllum er vér áttum við að búa. Það er t. d. eftirtektarvert hversu mönnum hafði tekist áður að nota tímann vel til ýmsrar atvinnu. Peim hafði að miklu leyti tekist að gera allan ársins hring að bjarg- rœðistíma. Við sjóinn syðra var vertíðin að vetri og vori, en lítið að starfa að sumrinu. Þá lögðu sunnanmenn af stað í stórum lestum í kaupavinnu og fóru fjöll, norður Stórasand og Kaldadal, fóru stutta ákveðna áfanga, reistu tjöld sin á áfangastað og voru þessar ferðir kaupafólks- ins bæði frjálslegar og skemtilegar, alls ólíkar ferðalagi þess nú i lestum strandferðaskipa, sem oftast er hrakleg æfi. Sveitamenn fengu þannig ærinn mannafla yfir sumarið Próf. Guðm. Hannesson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.