Eimreiðin - 01.05.1921, Page 86
214
[EIMREIÐIN
Heimilisiðnaður og framtíð hans.
Eftir Guðm. Hannesson.
Eg er viss um að unga fólkið
á erfitt með að skilja hve stórfeld
breyting hefir orðið á öllu voru
litla þjóðfélagi síðasta mannsaldur-
inn. Á skólaárum mínum var t. d.
sjávarútvegur Reykvíkinga aðallega
bikaðir róðrarbátar og sjóföt manna
allajafna skinnklæði. Á mánaða-
mótum sáust hin miklu gufuskip
»Laura« eða »Thyra« sigla inn á
höfnina og þótti ærnum tíðindum
sæta. Nú eru róðrarbátarnir að
mestu horfnir og hafíærir vélabátar komnir í þeirra stað,
raflýstir, með ágætum skipstjóraklefa og sæmilegu háseta-
herbergi. í stað lítilla þiiskipa er kominn fjöldi botnvörp-
unga. Náttúrlega eru þetta og margt fleira stórfeldar fram-
farir, en eigi að siður mun það sanni næst, að þjóðlíf
vort og lifnaðarhættir stóðu á fastari fótum fyr. Gamla
skipulagið og lifnaðarhættir allir bygðust á innlendri
reynslu frá landnámstíð. Gömul og einkennileg menning
hafði sniðið hvern hlut eftir landi og þjóð og þeim kjörum
öllum er vér áttum við að búa.
Það er t. d. eftirtektarvert hversu mönnum hafði tekist
áður að nota tímann vel til ýmsrar atvinnu. Peim hafði
að miklu leyti tekist að gera allan ársins hring að bjarg-
rœðistíma. Við sjóinn syðra var vertíðin að vetri og vori,
en lítið að starfa að sumrinu. Þá lögðu sunnanmenn af
stað í stórum lestum í kaupavinnu og fóru fjöll, norður
Stórasand og Kaldadal, fóru stutta ákveðna áfanga, reistu
tjöld sin á áfangastað og voru þessar ferðir kaupafólks-
ins bæði frjálslegar og skemtilegar, alls ólíkar ferðalagi
þess nú i lestum strandferðaskipa, sem oftast er hrakleg
æfi. Sveitamenn fengu þannig ærinn mannafla yfir sumarið
Próf. Guðm. Hannesson.