Eimreiðin - 01.05.1921, Blaðsíða 45
EIMREIÐIN]
GUÐMUNDUR BISKUP GÓÐI
173
en það var hinn kaþólski siður, kaþólska kirkjan. Alstað-
ar sem menn þektu til, var þá að þessu starfað og engin hug-
sjón var hærri né göfugri í augum manna. En ísland var
orðið þar sem víðar aftur úr. Guðs málefni, eins og menn
skildu það þá, var hvergi jafn skamt á veg komið og
hér, og það gat Guðmundur ekki horft upp á. Réttur
heilagrar kirkju var fyrir borð borinn. Guðs kirkja var
hornreka fyrir uppvöðslumiklum ribböldum. — En svo
var annað. Hann sá ekki aðeins þessa hugsjón kirkjunnar
og leitaðist við að koma henni áleiðis. Hann sá engu síður
hugsjónina, sem hver einstaklingur átti að leiða í fram-
kvæmd með lífi sínu, en það var eftirbreytni Krists, imi-
talio Christi, eins og menn skildu hana á miðöldunum.
Og þessum hugsjónum fylgdi hann með ósveigjanlegri festu
og einurð svo að alt varð að víkja. Hann hirti ekki um það,
þótt hann yki á losarabrag Sturlungaaldarinnar og flýtti
með því fyrir hruni sjálfstæðisins. Hann leit ekki heldur
á það, hvað 1 því fólst, að hefja májskot til erlendra höfð-
ingja og gefa þeim svo tækifæri til þess að blanda sér
inn í íslands mál. Og hann hirli eigi þótt hann hafnaði
náðum þeim og hóglífi er hann gat átt kost á, og varp-
aði frá sér völdum biskupsdæmisins til þess að geta líkst
Kristi að mildi og örlæti við bágstadda.
Petta er ekki nema að sumu leyti vorar hugsjónir. Eftir
vorum tíma má kalla hann valdasælinn, óþjóðrækinn,
bruðlunarsaman, hjátrúarfullan og guð má vita hvað.
En reynum nú heldur um stund að setja oss í spor sam-
tíðar hans og líta á hann þaðan. Svo viljum vér láta
dæma oss og afsaka, og svo skulum vér og aðra dæma.
II.
Guðmundur var ættaður vel. Faðir hans og föðurfrænd-
ur voru garpar miklir og veraldarmenn sem mest
mátti verða. t*eir þjónuðu höfðingjuin í Noregi við ágæt-
an orðstír og áttu, að höfðingja sið, börn með mörgum
konum. Hann átti því ekki langt að sækja það þótt hann
væri karlmenni og einarður vel í mannraunum, en hitt
verður síður fundið hvaðan honum kom það, sem ágætir