Eimreiðin - 01.05.1921, Blaðsíða 38
166
KIRKJAN OG SPÍRITISMINN
[EIMREIBIN
lyndur, en hún var glaðlynd. Við höfðum engan samning
gert með okkur; eg átti því ekki von á neinu. Eg hafði
vissulega unnað henni hvíldarinnar. þjáningar hennar
höfðu verið svo þungbærar, að mín vegna hefði eg ekki
viljað biðja hana
»að hverfa sínu himnaríki frá
og hér á jörðu andvarpa með kvöl«.
Því síður kom mér til hugar að raska þeim friði, er hún átti
svo vel skilið að njóta. Hún kom af sjálfsdáðum einsoghinn
hrausti Beresford; hún kom aftur til særða félagans, þar
sem hann lá á vígvellinum. Hún hefir gert vart við sig með
öðrum hætti hvað eftir annað. Og hafi hún eigi komið
gamla lifsförunautnum á óhultan stað, þá hefir hún þó
reist hann aftur á fætur. Hann, sem þoldi sára raun, sveitt-
ist blóðugum sveita og leið að lokum dauða á krossi,
hvildist ekki í paradís, en fór þegar og prédikaði
fyrir öndunum í varðhaldinu, — hann leyfir ennþá ást-
vinum vorum að koma aftur til þeirra, sem þeir elskuðu,
og færa þeim ljós gleðinnar, þar sem þeir sitja í dimmu
og skugga dauðans, Qötraðir harmi og kvöl, — harmi
ástvinamissisins — hlekkjum örvæntingarinnar.
Ræðan.
Eg þekki Ásmund Pálsson vel. Og þessvegna ætla eg
að segja ykkur þessa sögu af honum, ykkur, sem að vísu
þekkið hann dálítið, en ekki vel.
Hann er ekki áberandi maður hversdagslega. Hann
gengur á skrifstofuna, þar sem hann vinnur, reglulega, og
kemur þaðan heim, þegar vinnutími er úti. Hann stundar
verk sitt með alúð og samvizkusemi og hefir góð laun.
Hann les mikið í frístundum og gengur út fyrir bæinn
einn til tvo klukkulima á dag. Háttar snemma og borðar