Eimreiðin - 01.05.1921, Síða 25
EIMREIÐIN]
153
Hafið.
Eftir G. K. Chesterton.
Sumir mentahranar láta sér um munn fara, að óbrotnir
sveitamenn kunni ekki að meta fegurð landsins. Þetta er
misskilningur, sprottinn af vizkurembingi miðlungsmanna;
og það er eitt dæmi af mörgum, er sanna að öfgarnar
mætast. Til þess að meta dygðir múgsins, verður maður
þannig annaðhvort að standa honum jafnfætis (eins og
eg) eða langt fyrir ofan hann, eins og dýrlingar. Nokkurn
veginn hið sama á við í fögrum fræðum: Þeir sem gæddir
eru ósviknum bókmentasroekk geta haft gaman af skril-
máli og óhefluðu alþýðumáli, en ekki þeir sem að eins
hafa bókasmekk. Og þegar þessir reginnaglar bókmálsins
segja að bændur og búalið tali ekki eins og þeir hefði
mætur á nátlúrunni, þá eiga þeir í raun og veru við það,
að þeir tali ekki bókvíslega um hana. F*eir tala ekki bók-
víslega um ský eða steina, eða svín eða snígla, eða hross
eða hvað annað sem vera skal. Þeir tala svínslega um
svín og snígilslega, býst eg við, um snígla og hressandi
hrossalega um hross. Þeir eru steinmæltir um steina; þeir
tala þokulega um þoku; og svo á það að vera. Og beri
það við, að óbrotinn, greindur sveitamaður komist í tæri
við eitthvert fyrirbrigði náttúrunnar, sem hann þekkir
ekki og tekur huga hans, þá er alt af vert að gefa gaum
að hvað slikur maður segir. Það er stundum spakmæli,
og að minsta kosti aldrei tilvitnun.
Hugsið ykkur t. d. þau ókjör af eftirétnum og tvíræð-
um orðum, sem óvalinn, skólagenginn stórborgarbúi gæti
ausið úr sér um sjóinn. Sveitastúlka, sem eg þekki í
Buckinghamhéraðinu, hafði aldrei á æfi sinni séð sjóinn
þangað til hérna um daginn. Þegar hún var spurð hvern-
ig henni litist á hann, sagði hún að hann væri svipaður
blómkáli. Þetta er nú skinandi skáldskapur — lifandi, al-
gerlega sjálfstætt og frumlegt, og gullsatt. Fyrir mér hafði
alt af vakað svipaður skyldleiki, sem eg gat þó aldrei rak-