Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1920, Blaðsíða 36
3^
t*orv. Thoroddsea
aðir til umskurnar (2 Mós. 4, 25; Jós. 5, 2—3), og hjá fleiri
þjóðum víða um veröld hafa steinhnífar fengið trúnaðar-
helgi af því þeir voru svo gamlir; þannig opnuðu Egypt-
ar líkami dauðra manna, sem átti að smyrja, með stein-
hnífi, Rómverjar framkvæmdu stundum fórnir með stein-
hnífi, Aztekar í Mexícó drápu menn og dýr sem fórna
átti með steinhnífum (úr hrafntinnu) o. s. frv.
Þegar tímar liðu jókst verslunin við önnur lönd
smátt og smátt; nokkuð hafa íbúar Kanaans verslað við
Egypta og Babylónarmenn eins og áður, en nú fara að-
fluttar vörur frá Miðjarðarhafslöndunum að aukast einkum
frá Rhódos, Krít og Cyprus og hafa á Gyðingalandi
fundist ýmsir fagrir smíðisgripir frá þessum löndum snild-
arlega gerðir, en eftirmyndir þeirra eftir Gyðinga sjálfa
eru óliðlega og klaufalega smíðaðar. Yfirleitt ljet Gyðing-
um ekki listiðnaður og smíði. Ef eitthvað átti að byggja,
urðu þeir framanaf altaf að fá útlendinga til að hjálpa
sjer. Pegar Davíð hafði unnið Jerúsalem fjekk hann Fön-
ikíumenn til að byggja fyrir sig. »Híram konungur í Tyrus
sendi menn til Davíðs og sedrusvið og trjesmiði og stein-
höggvara, þeir bygðu Davíð hús< (2. Sam. 5, 11). Eins
fjekk Salómon smiði frá Fönikíu til að byggja musterið
og ritar hann Híram konungi: »þú veist að enginn maður
vor á meðal kann að höggva trje eins og þeir í Sídon*.
Byggingamenn Hirams hjálpuðu einnig til steinsmíðisins
(1. Kong. 5). Kastala virðast Gyðingar ekki háta farið
að byggja sjálfir fyrr en á dögum Salómons. Egypta-
konungur hafði á einhvern hátt, sem vjer eigi vitum,
reiðst íbúunum í Geser, sendi her þangað inn í land
Salómons, vann borgina og brendi hana með eldi, drap
þá Kananíta, sem bjuggu í borginni, og gaf hana svo í
heimanmund dóttur sinni konu Salómons. Tað var hin
nafnfræga »Jedók« dóttir Faraós. Pá borg bygði Saló-
mon upp aftur og nokkrar fleiri (1. Kong. 9). Það sást