Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1920, Side 53
Kaflar úr fornsöga Austurlanda
53
henni þjónaði fjöldi af vopnuðum skjaldmeyjum og prest-
um sem voru geldingar. Hátíðir hennar voru haldnar með
miklum glaum og hljóðfæraslætti, dansi og allskonar ólát-
um. Dýrkun þessarar gyðju hjelst mjög lengi í þessum
löndum, löngu eftir að Grikkir höfðu sest að á strönd-
um Litlu-Asíu, var hún kölluð Ma, Semiramis, Rhea eða
Kybele og kom fram í ýmsum myndum. Vesturþjóðir
Hettíta dýrkuðu einn aðalguð, sem hjet Tarku, en einn
Helgisiðir Hettíta, Goð. prestar, helgidýr og jartegn.
hinn helsti guð austurþjóðanna var Teschup, af honum
hafa fundist myndir, sem minna mjög á Ása-Pór, guð
hinna fornu Islendinga og Norðurlandabúa; hann hefur á
myndunum eldingar í annari hendi, en hamar (eða öxi) í
hinni. Goðasagnirnar hafa í forneskju flækst víða og gæti
vel verið að þór, sem Edda lýsir, væri af hinum sama
uppruna sem hinn forni guð Hettíta. Byggingar og víg-
girðingar Hettíta hafa að eins á einum stað, í Send-
schirli norðan til á Sýrlandi, verið grafnar úr jörðu, og
sjest þar, að þjóð þessi hefur kunnað að byggja sterka
kastala úr leir og stórgrýti, og ekki síður skrautlegar