Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1920, Blaðsíða 140

Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1920, Blaðsíða 140
i36 Saga norskra bænda. 1660, og í-Norges historie«, 5. bindi, um einveldisstjórnina í Noregi frá 1660 til 1814 (Kria. 1911 —1914). í bók þessari rekur Johnsen sögu bænda frá því í fyrndinni og fram á áriö 1919. Hann byrjar með því að skýra frá, hvernig landbún- aður og bændagarðar risu upp áður en sögur hefjast, og er sú frásögn mest bygð á fornleKarannsóknum. Síðan skýrir hann frá bændum á vikingaöldinni, söguöldinni og á hinum seinni öldum miðaldanna. Hinni nýrri sögu bænda skiftir hann í þrjú tímabil, hið fyrsta þá er þeir áttu við veldi danskra aðalsmanna að búa 1537 —1660, annað einveldis- tímann 1660—1814 og hið þriðja nýjustu tíðina eftir 1814. Höfundurinn skýrir frá stöðu bænda og hag á öllum öld- um, og segir jafnframt svo mikið úr stjórnarskipunarsögu Norðmanna og hag annara stjetta, sem nauðsynlegt er til þess að skilja vel aðstöðu bænda, hag þeirra, þýðingu og veldi. Norskir bændur urðu aldrei ófrjálsir og undirokaðir af öðrum stjettum eins og í flestum öðrum löndum í Norðurálfunni. 1 Noregi lá hvorki landhaft á bændum nje átthagaband. Þeir áttu við líkt frelsi að búa sem íslenskir bændur; þó áttu norskir bændur erfiðara að því leyti, að þeir urðu að verjast yfirgangi aðalsmanna um alllangt skeið, en þó einkanlega ef til vill að því leyti, að þeir áttu að inna herskyldu af hendi og urðu því að verja land sitt og eiga stundum í alllöngum ófriði, en það jók þýðingu þeirra og styrk síðar meir. Hins vegar hvíldi verslunareinokunin lengur á íslendingum en á norskum bændum. Norskir bændur vörðu hag sinn og rjettindi á þeim öld- um, sem mest þrengdi að Noregi, og þá er landið tók að rísa við aftur og þjóðin að rjetta úr sjer, þá áttu bændur allmikinn þátt í því. Hinir norsku bændur hafa jafnan verið kjarninn í norsku þjóðinni. Þeir hafa staðist allar breytingar, byltingar og raunir í ellefu aldir, en aðrar stjettir ekki. Saga þeirra er því óslitinn þráður um alla sögu Norðmanna. Bók þessi er prýðilega vel rituð, ljós og skiljanleg hverj- um manni. Jeg vil því ráða íslendingum að lesa hana. Saga bænda er ef til vill sá þáttur úr sögu Norðrnanna, sem ís- lendingar hafa mesta ánægju og fróðleik af að lesa. Bók þessi er hin fyrsta saga af norrænum bændum, sem út hefur komið. _ B. Th. M. Kennaraembætti í íslands sögu er nú að eins eitt til, það er kennaraembættið við Háskóla íslands. Þángað til í sumar voru þau tvö. 1874 var stofnað kennaraembætti í Islands sögu og íslenskum bókmentum við Háskólann í Kaup-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn
https://timarit.is/publication/249

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.