Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1920, Síða 125
og niðjar hans.
!-3
uðust 6 börn og var elstur þeirra Páll Þorbergur John-
sen, verslunarstjóri á Akureyri fyrir Örum og Wulf. Hann
dó 6. maí 1881. Annar sonur þeirra var Edvald Jakob
Johnsen, fæddur á Húsavík i. rnars 1838. Hann varð
nafnkunnur læknir í Kaupmannahöfn og andaðist ógiftur 25.
apríl 1893. Enn fremur áttu þau hjónin 4 dætur, en tvær
þeirra dóu ungar, en hinar báðar giftust í Kaupmannahöfn.
Hin eldri þeirra er frú Jónína Valgerður Jantzen, fædd
11. júní 1841, gift 8. nóv. 1865 víxilmiðlara Ulrik Got-
fred Jantzen og búa þau bæði enn í Kaupmannahöfn.
Þau áttu eina dóttur og þrjá syni:
1. Hildur Jantzen, fædd 24 ágúst 1866 í Kaup-
mannahöfn, d. 23. október 1894 í Svinninge, giftist 14. ágúst
1889 frænda sínum Thal Jantzen lækni, átti tvo syni og eina
dóttur, Ingolf Thal Jantzen, f. 24. sept. 1890, las lyfjafræði.
nú á Java; Sigurd Thal Jantzen, f 12. júlí 1892, las lög-
fræði, nú fullvaldur hjá hjeraðsdómara, og Hildur Thal Jant-
zen, f. 8. oktbr. 1894, hefur nú stöðu í sendiherrasveit Dana
í París.
2. Knud Ulrik Jantzen, f. 3. júní 1869, nú yfir-
rjettarmálaflutningsmaður í Kaupmannahöfn, giftist 29. apríl
1898 Berthu Margrethe Christensen, læknisdóttur frá Gissel-
feld, eiga 4 börn.
3. Magnús Jakob Jantzen, f. 28. jan. 1873, lög-
fræðingur, nú við iðn föður síns, giftur Elisabeth Prytz og á
eina dóttur.
4. Svend Ingolf Jantzen, fæddur 30. jan. 1878, er
fjelagi föður síns, giftur og á eina dóttur.
Yngri dóttir frú Hildar var frú Jenny Albertine
Julie Jantzen, fædd 13. mars 1844, d. 15. janúar 1891 í
Gentofte hin mesta fríðleiks og gæðakona. Hún giftist 3.
apríl 1868 sjera Albert Thorvald Jantzen, bróður Ulrik Got-
fred Jantzens, presti í Gentofte, nafnkunnum kennimanni og
lærdómsmanni. Þau eignuðust þrjá syni og eina dóttur:
1. Harald August Jantzen f. 17. jan. 1869, d. 8.
desember 1903, var lögfræðingur, giftur og átti tvö börn.
2. Eigil Valdemar Jantzen f. 23. júlí 1870, d.
19. júlí 1894, cand. theol., ógiftur.
3. Ivar Benedikt Jantzen, f. 31. júlí 1871, cand.
polyt., tók þátt í norðurljósarannsókn Adams Paulsens á ís-
landi 1899 —1900, nú prentsmiðjueigandi (J. Jörgensen & Co),
giftur 15 nóvbr. 1901 Inge Margrethe Platou-Jörgensen og á
íjögur börn.