Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1927, Blaðsíða 5
7
Tillaga þessi borin undir atkvæði fundarins og sam-
þykt í einu hljóði.
Tveir fulltrúar bættust enn við, þeir Jóhannes Lax-
dal, bóndi í Tungu og Karl Sigurðsson, bóndi á Drafla-
stöðum í Fnjóskadaí, og tóku þeir báðir sæti á fundin-
um.
Þegar hér var komið fundi, var orðið mjög áliðið
dags, og sagði þá fundarstjóri fundi frestað til næsta
dags.
Laugardaginn þann 25. júní, var fundur aftur sett-
ur á sama stað, kl. 10f. h.
Voru þá enn mættir tveir nýir fulltrúar, þeir
Einar Jónasson, oddviti á Laugalandi og
Kristján E. Kristjánsson, bóndi á Hellu.
Auk þessa var og mættur varamaður Jóns Júlíus-
sonar á Munkaþverá,
Pétur Gunnarsson, bóndi, Sigtúnum.
7. Reikninganefnd kom fram með álit sitt.
Framsögumaður nefndarinnar, Páll skólastj Zop-
hóníasson, skýrði hin einstöku atriði álitsins.
Eftir nokkrar umræður kom nefndin fram með svo-
féldar tillögur:
a) »Höfuðstóll sá, sem talinn er að standa í skrif-
stofugögnum, notkunarverkfærum og hestum, er all-
hár, og telur fundurinn rétt að af honum sé af-
skrifað í framtíðinni«.
Tillagan samþykt í einu hljóði.
b) »Bókasafn félagsins er of lágt virt, og leggur
fundurinn til að það sé virt að nýju«.
Samþykt í einu hljóði.
c) »Húseignir félagsins eru virtar mikils til of