Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1927, Side 103
Um hirding og notkun húsdýraáburdar.
Síðustu árin hafa bændur verið hvattir mjög mikið
til þess að byggja áburðarhús. Það hefur verið brýnt
ítarlega fyrir þeim, hve mikið verðmæti áburðarins
sé og hve áríðandi það sé fyrir ræktunina, að áburðar-
hirðingin fullnægi kröfum tímans, svo öll kurl komi til
grafar.
Vafalaust hafa þó Jarðræktarlögin og framkvæmd
þeirra verið drýgsta aflið, sem lyft hefur undir þessar
framkvæmdir. Er ekki annað hægt að segja, heldur en
að styrkur sá, sem veittur hefur verið til þessara jarða-
bóta, samkvæmt II. kafla nefndra laga, hafi verið
mjög ríflegur, þegar tekið er tillit til þess, á hvern
hátt þessar jarðabætur eru lagðar í dagsverk.
Varla þarf að efa, að þessi róttæka hvatning hafi
þegar haft talsverð áhrif og muni hafa ennþá víðtæk-
ari áhrif í náinni framtíð. Það virðist því eigi vera úr
vegi, að taka til athugunar hvað vinnist við byggingu
áburðarhúsa og hvort þau séu einhlítt ráð til þess, að
forðast sóun verðmætra efna áburðarins.
Eg geng út frá því, að hin nýbygðu áburðarhús, séu
bygð samkvæmt kröfum tímans, með lagarþéttum
grunni og sómasamlega þakin og byrgð, þó mér sé
kunnugt um, að hvorttveggja skorti í allmörgum til-
fellum. Þó vér göngum út frá, að frágangur húsanna
sé í alla staði góður, þá er það samt ekki nægileg