Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1927, Page 46
Skýrsla
um starfsemi Ræktunarfélags Norðurlands,
frá 1. nóv. 1926—31. des. 1927.
1. Gróðrartilraunir.
Eg hef orðið þess var, að ýmsir vænta þess, að Árs-
ritið flytji árlega skýrslu um niðurstöðu tilraunanna.
Eg hef áður gert lítilsháttar grein fyrir því, hvers-
vegna eg er þessu mótfallinn, en vil þó nú endurtaka
helstu ástæðurnar, sem eg hef fram að færa. 1) Hverri
tilraun er ætlað að vara ákveðinn tíma; að birta
skýrslu um tilraunina, áður en þessi tími er liðinn, er
því að slíta sundur heildarsamræmi tilraunarinnar. 2)
Árferði hefur mjög mikil áhrif á tilraunirnar og getur
auðveldlega orðið þess valdandi, að tegundir og aðferð-
ir reynist mjög misjafnlega frá ári til árs. Það getur
því blátt áfram verið villandi í ýmsum tilfellum, að
gefa árlega skýrslur um tilraunirnar. 3) Mismunandi
áburðar- og jurtategundir og mismunandi aðferðir,
hafa ólík áhrif á ásigkomulag jarðvegsins. Þetta getur
oft haft veruleg áhrif á endanlegar niðurstöður tilraun-
anna, en kemur ekki skírt í ljós, ef um árlegar skýrsl-
ur er að ræða. Til þess þó að félagar Ræktunarfélags-
ins geti fylgst með tilraunastarfsemi þess, er sjálfsagt
að gefa skýrslu um hvaða tilraunir eru gerðar árlega í