Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1927, Blaðsíða 55
57
því miður altaf heldur hægt áfram, svo hvert árið hef-
ur, því miður, litla framfarasögu að segja.
Síðastliðinn vetur, reyndist ekki trjánum jafn
hættulegur og næsti vetur á undan. Snjóþyngslin voru
ekki eins mikil, og þar af leiðandi stóðu stóru trén sig
sig betur. Toppkal var þó á mörgum lauftrjánum,
Margt af trjáplöntum í fræbeðum týndi tölunni og
get eg ekki tilfært neinar sérstakar ártæður fyrir því.
Nokkrum tegundum af trjáfræi var sáð í vor, og
spíraði það dálítið misjafnt, en flest af barrtrjánum
spíraði vel. Mest af fræinu var fengið frá Danmörku,
Lævirkjafræ var fengið frá skógræktarstjóra K.
Hansen, og spíraði það heldur vel.
Plöntunum í fræbeðunum fór sæmilega vel fram í
sumar, hvað sem veturinn gerir við þær.
Nokkru af ýmsum trjáplöntum var plantað út frá
sáðbeði í græðibeð, þar sem þeim var ætlað að standa,
þangað til þær eru orðnar færar um að plantast á var-
anlegan samastað. Var þessum litlu trjáplöntum plant-
að í nýja garðinn fyrir sunnan og vestan íbúðarhúsið.
Hafa verið hafðar matjurtir í þeim garði nokkur und-
anfarin ár. Nú í vor var hann að mestu leyti tekinn
fyrir trjá- og blómplöntur. Og var ekki annað hægt að
sjá, en sá gróður yndi sér þar vel.
Græðlingar voru settir af nokkrum runnum og
laufgaðist margt af þeim vel í sumar.
Tré og runnar laufguðust heldur seint í vor, en stóðu
þó þétt laufguð og blómstrandi um mánaðamótin júní
og júlí.
Ribs rubrurn laufgaðist vel og bar blóm og ber fyrir
miðjan september.
Ribs nigrurn blómstraði og fékk mikið af vísirum, en
sáralítið af þroskuðum berjum.
Hindber blómstruðu vel og báru þroskuð ber.